Íþróttir

true

Víkingar með öruggan sigur gegn Hetti/Huginn

Víkingur í Ólafsvík trónir nú á toppi 2. deildar eftir öruggan 3:0 sigur gegn Hetti/Huginn í Ólafsvík í gær. Eftir sigurinn er liðið nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Það voru tvö mörk með þriggja mínútna millibili um miðbik fyrri hálfleiks sem lögðu grunninn að öruggum sigri heimamanna í leiknum. Það var Björn…Lesa meira

true

Reynir fékk skell gegn Álafossi

Reynir frá Hellissandi fékk slæma útreið þegar liðið tapaði 8:1 gegn Álafossi í leik sem fram fór í Mosfellsbæ á laugardaginn. Eftir aðeins tveggja mínútna leik náðu heimamenn í Álafossi forystunni með marki Einars Björns Þorgrímssonar, en Úlfar Ingi Þrastarson jafnaði leikinn á 11. mínútu fyrir Reynismenn. Aðeins þremur mínútum síðar náði Einar Björn forystunni…Lesa meira

true

Frábær endurkomusigur hjá Kára – Hilmar Elís með þrennu

Knattspyrnulið Kára lék á alls oddi í síðari hálfleik þegar lið ÍH kom í heimsókn í Akraneshöllina í gærkvöldi. Gestirnir leiddu 0:1 í hálfleik en Káramenn gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fjögur mörk í síðari hálfleiknum og sigruði í leiknum 4:1.  Þar fór fremstur í flokki Hilmar Elís Hilmarsson sem skoraði þrennu í leiknum.…Lesa meira

true

Góður sigur hjá Skallagrími gegn Hamri

Skallagrímur vann góðan 3:1 sigur gegn Hamri frá Hveragerði í leik sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi í 4. deild karla í knattspyrnu. Með sigrinum náðu þeir að spyrna sér frá tveimur neðstu liðum deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum frá Hamri, sem er sæti ofar. Það var Hlöðver Már Pétursson sem náði forystunni…Lesa meira

true

Guðrún Karítas hálfum metra frá því að komast í úrslit

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir er ein þriggja keppenda á Evrópumeistaramótinu U23 ára sem fer fram í borginni Espoo í Finnlandi dagana 13.-16. júlí og keppir þar í sleggjukasti. Hinir eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) í 100 og 200 metra hlaupi og Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) sem einnig keppir í sleggjukasti. Elísabet tryggði sér sæti í úrslitum…Lesa meira

true

Einar Margeir með góðan árangur á Evrópumeistaramóti unglinga

Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness keppti um síðustu helgi á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi, ásamt sex öðrum sundmönnum frá Íslandi. Mótið er mjög sterkt og allir bestu yngri sundmenn Evrópu mættir til leiks. Á mótinu kepptu 585 sundmenn frá 40 þjóðum. Einar Margeir ásamt Snorra Degi Einarssyni frá SH syntu sig inn í 16…Lesa meira

true

Dramatískt jafntefli hjá Kára á Grenivík

Lið Kára gerði 3:3 jafntefli þegar liðið heimsótti Magna til Grenivíkur á laugardag í 3. deildinni. Marteinn Theódórsson tryggði jafnteflið með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það voru heimamenn í Magna sem náðu forystunni á 12. mínútu leiksins þegar Kristófer Óskar Óskarsson skoraði úr vítaspyrnu. En Káramenn náðu af jafna metin á 28. mínútu með…Lesa meira

true

Þrenna frá Heimi Þór tryggði Reyni sigurinn

Reynir frá Hellisandi vann góðan 3:2 sigur gegn Breiðhyltingum í KB í A-riðli 5. deildar í leik sem fram fór á Ólafsvíkurvelli á laugardaginn. Það var Heimir Þór Ásgeirsson sem kom Reynismönnum yfir strax á 9. mínútu leiksins en Emil Örn Benediktsson náði svo að jafna leikinn fyrir Breiðhyltinga á 38. mínútu. Aðeins tveimur mínútum…Lesa meira

true

Skagakonur með stórsigur gegn Sindra

Skagakonur gerður góða ferð til Hornafjarðar á sunnudaginn og sigruðu þar botnlið Sindra örugglega 7:0. Róberta Lilja Ísólfsdóttir gaf tóninn strax á annarri mínútu leiksins þegar hún skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Skagakonur. Á 11. mínútu bætti Bryndís Rún Þórólfsdóttir öðru marki við og á 23. mínútu varð Telma Pais Bastos í liði Sindra fyrir…Lesa meira

true

Fimmti sigur Skagamanna í röð

Skagamenn lönduðu sínum fimmta sigri í röð þegar þeir lögðu lið Njarðvíkur að velli 2:1 á Akranesvelli á föstudagskvöldið. Skagamenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og strax á 7. mínútu átti Viktor Jónsson hörkuskot í þverslá eftir að varnarmaður Njarðvíkinga hafði áður bjargað á marklínu og boltinn barst síðan til Viktors. Eftir þetta voru heimamenn áfram…Lesa meira