Íþróttir

true

Skagamenn réðu ekki við Stólana

Eftir stutt landsleikjahlé hélt ÍA norður fyrir heiðar á föstudaginn og mætti Tindastóli á Sauðárkróki í Bónusdeild karla í körfunni. Heimamenn fóru heldur betur af stað og komust í 9-3 eftir rúmar tvær mínútur. Skagamenn svöruðu þá fyrir sig og fengu nokkur góð færi meðal annars úr þriggja stiga körfunum sem sumar rötuðu niður. Varnarleikur…Lesa meira

true

Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn stórt

Skallagrímur og Snæfell mættust í sannkölluðum Vesturlandsslag í 1. deild körfuknattleiks karla í Borgarnesi í gærkvöldi. Heimamenn sýndu gestunum úr Stykkishólmi enga miskunn og voru mun sterkari stærstan hluta leiksins. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 34-20 og í hálfleik leiddu heimamenn með 56 stigum gegn 37 stigum gestanna. Forskot heimamanna jókst enn frekar í…Lesa meira

true

Keila fyrir alla

Hvatasjóður styrkir Keilufélag Akraness til að kynna íþróttina fyrir fötluðum Meðal styrkþega í síðustu úthlutun Hvatasjóðs ÍSÍ og UMFÍ er Keilufélag Akraness. Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er nýr sjóður sem úthlutað hefur verið úr í þrígang. „Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun,…Lesa meira

true

Guðjón á verðlaunapalli í ólympískum lyftingum

Guðjón Gauti Vignisson, nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, keppti í ólympískum lyftingum á Norðurlandameistaramóti u17 og u23 sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Guðjón gerði gott á mótinu og hafnaði í þriðja sæti í sínum þyngdarflokki í U17 flokknum. Alls voru tíu íslenskir keppendur sem kepptu á mótinu. Með þeim í för voru tveir þjálfarar…Lesa meira

true

Snæfell tapaði stórt gegn Fjölni

Snæfell fékk lið Fjölnis í heimsókn í Stykkishólm á laugardaginn þar sem liðin öttu kappi í 1. deild körfuknattleiks kvenna. Lið Fjölnis hefur verið í efri hluta deildarinnar það sem af er leiktíðarinnar og var því óneitanlega talið sigurstranglegra þegar liðin gengu inn á völlinn. Það reynist svo líka raunin. Strax í upphafi leiks voru…Lesa meira

true

Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Snæfellings

Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Snæfellings var haldin á Klifi í Ólafsvík sl. föstudag. Hefð er fyrir því að veita knöpum í barna,- unglinga- og ungmennaflokki í félaginu hvatningarverðlaun fyrir þátttöku í mótum á afstöðnu tímabili. Knapar sem hlutu viðurkenningu í barnaflokki voru þær Tinna Unnsteinsdóttir og Bjartey Ebba Júlíusdóttir. Knapar sem hlutu viðurkenningu í unglingaflokki eru Ari…Lesa meira

true

Gylfi og Magnús sigurvegarar í aðaltvímenningi BB

Í gærkvöldi lauk aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Keppnin var fjögurra kvölda en árangur þriggja bestu kvölda gilti til verðlauna. Eftir drengilega baráttu urðu úrslit þau að Gylfi Sveinsson og Magnús Magnússon báru sigur úr býtum með 62,11% skori. Í öðru sæti urðu Jón Eyjólfsson og Heiðar Árni Baldursson með 57,35%, í þriðja sæti Gísli…Lesa meira

true

Skallagrímur vann en Snæfell tapaði

Sjöunda umferð 1. deildar karla í körfuknattleik fór fram á föstudaginn. Skallagrímsmenn fengu botnlið Þórs frá Akureyri í heimsókn. Gestirnir fóru betur af stað í leiknum og að loknum fyrsta leikhluta voru þeir yfir með 22 stigum gegn 19 stigum heimamanna. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn að klóra aðeins í bakkann en voru samt einu…Lesa meira

true

Stór stund þegar Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í höllinni

Á föstudaginn mættust lið ÍA og ÍR í Bónus deild karla í AvAir höllinni á Akranesi. Mikiðvar í húfi fyrir heimamenn þar sem þeir gátu með sigri jafnað ÍR og Stjörnuna að stigum í 8. – 10. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eygðu hins vegar tækifæri á því að jafna við liðin sem voru um miðbik deildarinnar.…Lesa meira

true

Átta verkefni hljóta styrk úr Hvatasjóði UMFÍ

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar hefur úthlutað 52 styrkjum á landsvísu að andvirði 27,8 milljónir króna. Í Hvatasjóðinn geta sótt stuðning íþróttahéruð ÍSÍ og UMFÍ, íþróttafélög og deildir innan ÍSÍ og UMFÍ, sérsambönd í samstarfi við íþróttahéruð, félög eða deildir félaga. Átta verkefni á Vesturlandi hlutu styrk að þessu sinni, alls 4,1 milljón króna. Flesta styrki úr Hvatasjóðnum…Lesa meira