
Sigríður Arnardóttir stjórnarkona í BB afhenti verðlaun. F.v: Jón Eyjólfsson, Heiðar Árni Baldursson, Magnús Magnússon, Gylfi Sveinsson, Gísli Þórðarson, Ólafur Sigvaldason og Sigríður. Ljósm. se
Gylfi og Magnús sigurvegarar í aðaltvímenningi BB
Í gærkvöldi lauk aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Keppnin var fjögurra kvölda en árangur þriggja bestu kvölda gilti til verðlauna. Eftir drengilega baráttu urðu úrslit þau að Gylfi Sveinsson og Magnús Magnússon báru sigur úr býtum með 62,11% skori. Í öðru sæti urðu Jón Eyjólfsson og Heiðar Árni Baldursson með 57,35%, í þriðja sæti Gísli Þórðarson og Ólafur Sigvaldason með 56,43%. Mikilvægi tveggja aukastafa í útreikningum sannaði þarna gildi sitt því Anna Heiða Baldursdóttir og Ingimundur Jónsson urðu í fjórða sæti 56,42%. Loks í fimmta sæti urðu Stefán Kalmansson og Sigurður Már Einarsson með 55,86%.