Íþróttir

true

Tvö sundfélög í samstarf

Samstarfsverkefni Sundfélags Akraness og Sunddeildar Skallagríms er komið vel af stað. Í vor var tekin ákvörðun um að ráða Marinó Inga Adolfsson sem nýjan þjálfara hjá Sundfélagi Akraness. Ásamt því að þjálfa hjá félaginu tekur hann virkan þátt í enduruppbyggingu Sunddeildar Skallagríms í Borgarnesi. Æfingar hófust í byrjun september og nú eru þegar komin 37…Lesa meira

true

Rútuferð á bikarúrslitaleik

„Það er bikar í boði á föstudagskvöldið og við ætlum öll að hjálpast að við að sigla titlinum í höfn,“ segir í tilkynningu frá stuðningsmönnum Víkings í Ólafsvík sem boða bæjarferð á föstudaginn þegar liðið keppir til úrslita í fotbolti.net bikarnum. Andstæðingarnir verða Tindastóll frá Sauðárkróki. „Breiðavík ehf og Fiskmarkaður Snæfellsbæjar bjóða upp á rútuferð…Lesa meira

true

Annar flokkur ÍA tryggði sér bikarmeistaratitilinn annað árið í röð

Það var sannkallaður markaleikur sem fór fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi síðastliðinn fimmtudag þegar úrslitaleikur 2. flokks karla í knattspyrnu fór fram. Þar mættust sameinað lið Gróttu og Kríu og lið ÍA, Kára, Skallagríms og Víkings Ólafsvíkur. Gestirnir af Vesturlandi byrjuðu af miklum krafti og eftir aðeins 16 mínútur var staðan orðin 0–4. Þar skoraði…Lesa meira

true

Guðjón Ingi sigurvegari í bakgarðshlaupinu

Skagamaðurinn Guðjón Ingi Sigurðsson fagnaði sigri í fimmta bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk sem fram fór um helgina. Síðasta hlutann hljóp hann í keppni við Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur en hafði að endingu betur. Hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun en lauk ekki fyrr en Guðjón Ingi lauk sínum 43. hring í nótt. Bakgarðshlaupin ganga út á…Lesa meira

true

Héldu Garpamót í sundi á Akranesi

Síðastliðinn föstudag fór Garpamót Akraness í sundi fram í annað sinn í sundlauginni á Jaðarsbökkum. Keppendur voru á aldrinum 22 til 59 ára og tóku fjögur félög þátt að þessu sinni; Breiðablik, Ægir, ÍRB og ÍA. Að lokinni keppni var boðið upp á pizzaveislu og verðlaunaafhendingu þar sem keppendur og gestir nutu samverunnar í frábæru…Lesa meira

true

Blaklið Grundarfjarðar er á siglingu

Stelpurnar í Grundarfirði eru aldeilis að byrja fyrstu deildina af krafti. Fimmtudaginn 18. september fóru þær til Hafnarfjarðar til að etja kappi við Blakfélag Hafnarfjarðar. Grundfirsku stelpurnar unnu allar hrinurnar; með 17-25, 20-25 og 23-25 og þar með leikinn 3-0. Í gær tóku þær svo á móti Aftureldingar B í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Heimakonur byrjuðu…Lesa meira

true

Víkingur og Tindastóll spila til úrslita í fotbolti.net bikarnum

Víkingur Ólafsvík kom sér í gær í úrslit Fótbolta.net bikarsins í fyrsta sinn í sögu liðsins eftir að hafa unnið Gróttu í rafmögnuðum leik á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Úrslitin réðust í bráðabana í vítakeppni. Víkingur mætir síðan Tindastóli í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli næstkomandi föstudag, en Stólarnir eru einnig að leika í fyrsta sinn til úrslita.…Lesa meira

true

Stórsigur Skagamanna á Ísafirði

Karlalið ÍA er á einhverju mesta endurkomuskriði sem um getur í íslenskri knattspyrnusögu. Eftir að hafa verið kyrfilega á botni Bestu deildar fyrir nokkrum vikum, vinnur liðið hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Í dag mætti liðið Vestra á Keracis vellinum á Ísafirði og sigruðu gestirnir örugglega með fjórum mörkum gegn engu. Um leið er það…Lesa meira

true

Fyrsta æfing verðandi knattspyrnustjarna

Í dag fór fram fyrsta æfingin í tilraunarverkefni ÍA og leikskólanna á Akranesi sem Skessuhorn greindi nýverið frá. Um 140 börn frá öllum leikskólum Akraness tóku þátt í æfingunni þar sem gleði og hreyfing réði ríkjum. Fram kemur á síðu KFÍA að verkefnið verður í gangi á tímabilinu 19. september til 12. desember en það…Lesa meira

true

Karen Anna Orlita í Færeyjum með Framtíðarhópi SSÍ

Í byrjun þessa mánaðar fór Framtíðarhópur Sundsambands Íslands í ferð til Færeyja. Markmiðið var að styrkja tengslin milli Íslands og Færeyja og skapa frábært verkefni fyrir besta aldursflokkasundfólk landsins. Föstudagurinn hófst með sameiginlegri æfingu, þar sem sundfólkið frá báðum þjóðum sameinaðist undir leiðsögn þjálfara. Að æfingu lokinni borðaði hópurinn saman í sundlauginni. Laugardagurinn var sérstaklega…Lesa meira