Íþróttir

Rútuferð á bikarúrslitaleik

„Það er bikar í boði á föstudagskvöldið og við ætlum öll að hjálpast að við að sigla titlinum í höfn,“ segir í tilkynningu frá stuðningsmönnum Víkings í Ólafsvík sem boða bæjarferð á föstudaginn þegar liðið keppir til úrslita í fotbolti.net bikarnum. Andstæðingarnir verða Tindastóll frá Sauðárkróki.

„Breiðavík ehf og Fiskmarkaður Snæfellsbæjar bjóða upp á rútuferð á leikinn. Rútan leggur af stað frá íþróttahúsinu í Ólafsvík klukkan 14:00 og skutlar mannskapnum í fyrirpartý í Þróttaraheimilinu. Þaðan röltum við saman á leikinn.“