Íþróttir

true

Stórsigur Skagamanna á Ísafirði

Karlalið ÍA er á einhverju mesta endurkomuskriði sem um getur í íslenskri knattspyrnusögu. Eftir að hafa verið kyrfilega á botni Bestu deildar fyrir nokkrum vikum, vinnur liðið hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Í dag mætti liðið Vestra á Keracis vellinum á Ísafirði og sigruðu gestirnir örugglega með fjórum mörkum gegn engu. Um leið er það…Lesa meira

true

Fyrsta æfing verðandi knattspyrnustjarna

Í dag fór fram fyrsta æfingin í tilraunarverkefni ÍA og leikskólanna á Akranesi sem Skessuhorn greindi nýverið frá. Um 140 börn frá öllum leikskólum Akraness tóku þátt í æfingunni þar sem gleði og hreyfing réði ríkjum. Fram kemur á síðu KFÍA að verkefnið verður í gangi á tímabilinu 19. september til 12. desember en það…Lesa meira

true

Karen Anna Orlita í Færeyjum með Framtíðarhópi SSÍ

Í byrjun þessa mánaðar fór Framtíðarhópur Sundsambands Íslands í ferð til Færeyja. Markmiðið var að styrkja tengslin milli Íslands og Færeyja og skapa frábært verkefni fyrir besta aldursflokkasundfólk landsins. Föstudagurinn hófst með sameiginlegri æfingu, þar sem sundfólkið frá báðum þjóðum sameinaðist undir leiðsögn þjálfara. Að æfingu lokinni borðaði hópurinn saman í sundlauginni. Laugardagurinn var sérstaklega…Lesa meira

true

Faxaflóasund var þreytt í gær

Sundfólk í Sundfélagi Akraness synti í gær árlegt Faxaflósund við Langasand. Um áheitasund er að ræða til styrktar sundfélaginu. Synt var 21 kílómetra leið meðfram Langasandi í ágætu veðri. Hver sundmaður synti í um 30 mínútur í sjónum, sem samsvarar um tveggja til tveggja og hálfs kílómeters sundi. Að endingu var slakað á í heita…Lesa meira

true

Sigur í lokaleik fyrri hluta mótsins

Karlalið ÍA tók síðdegis í dag á móti Aftureldingu í sínum síðasta leik í fyrri hluta Bestu deildarinnar. Var þetta viðureign botnliðanna. Gestirnir úr Mosfellsbæ byrjuðu leikinn betur og komust nálægt því að skora á upphafsmínútunum, ef ekki hefði komið til glæsilegar markvörslur Árna Marinós Einarssonar. Afturelding var sterkari aðilinn lengsta hluta fyrri hálfleiks en…Lesa meira

true

Stelpurnar í UMFG sigruðu í fyrsta leik

Blaktímabilið hófst sunnudaginn 14. september þegar kvennalið UMFG tók á móti b-liði HK í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Leikurinn var fyrsti leikurinn í fyrstu deild kvenna þetta tímabilið og mættu heimakonur í UMFG ákveðnar til leiks. Þær höfðu töluverða yfirburði í fyrstu hrinunni og sigruðu hana 25-13 og komust í 1-0. Svipað var uppi á teningnum…Lesa meira

true

Fjölmennasta púttmót landsins haldið í Borgarnesi

Púttvöllurinn að Hamri var troðfullur af fólki fimmtudaginn 11. september. Þá fór fram fimmta September-púttmótið sem er árlegt mót fyrir eldri púttara. Að mótinu stóðu þeir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen. Mótið nýtur vinsælda enda eina mótið sem skift er í aldursflokka. Alls mættu til leiks 76 eldri borgarar frá Suðurnesjum, Akranesi, Hvammstanga og Garðabæ,…Lesa meira

true

Náði ekki sínum besta árangri á HM í frjálsum

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frjálsíþróttakona úr Borgarfirði keppti klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma í undankeppni sleggjukasts á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tókíó í Japan. Þetta var hennar frumraun á heimsmeistaramóti en hún setti eins og kunnugt er Íslandsmet í sleggjukasti í ágúst þegar hún kastaði 71,38 metra. Guðrún var í…Lesa meira

true

Sigur Káramanna og sæti í deildinni að ári

Lokaumferðin í annarri deild karla í knattspyrnu var spiluð í dag. Knattspyrnufélagið Kári tók á móti Haukum í Akraneshöllinni og áttu eftir góðum sigur í síðasta leik möguleika á að verja stöðu sína í deildinni. Skemmst er frá því að segja að það tókst. Heimamenn báru sigur úr býtum með tveimur mörkum Finnboga Laxdal Aðalgeirssonar…Lesa meira