
Síðastliðið mánudagskvöld lauk þriggja kvölda hausttvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Spilað var á átta borðum. Árangur tveggja bestu kvölda gilti til verðlauna. Fyrir lokakvöldið leiddu Skagamennirnir Viktor Björnsson og Bjarni Guðmundsson mótið. Með öflugri spilamennsku síðasta kvöldið skutu hins vegar strákarnir, Ingimundur Jónsson og Logi Sigurðsson, þeim aftur fyrir sig og unnu með 125,5 stigum.…Lesa meira








