Íþróttir
Hin 13 ára Valdís Helga í leiknum. Ljósm. Bæring Nói

Snæfellskonur töpuðu stórt á móti Ármanni

Snæfell og Ármann áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Fyrir leik voru bæði lið ósigruð, Snæfell hafði unnið fyrstu tvo leikina í deildinni og gestirnir fyrstu þrjá og ljóst að það myndi breytast í leikslok.