Íþróttir

true

Bárumótið var haldið í Bjarnalaug

Árlegt innanfélagsmót Sundfélags Akraness, Bárumótið, fór fram í gær í Bjarnalaug við Laugarbraut. Á mótinu taka krakkar á aldrinum 8 til 12 ára þátt. Mótið gekk mjög vel og sjá mátti miklar framfarir hjá þessum efnilegu sundmönnum en 30 keppendur stungu sér í laugina. Allir keppendur fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna og stigahæsta stelpan og strákurinn…Lesa meira

true

Stelpurnar í 5. flokki ÍA stóðu sig vel í maraþoni

Síðasta laugardag voru stelpurnar úr 5. flokki ÍA með fótboltamaraþon í Akraneshöllinni. Þær spiluðu stanslaust í sex klukkustundir en hófu leik klukkan 18 og voru að til miðnættis. Stelpurnar höfðu verið að ganga í hús á Akranesi undanfarið til að safna áheitum fyrir viðburðinn en þær eru að safna fyrir keppnisferð á Pæjumótið í Vestmannaeyjum…Lesa meira

true

Brynhildur Traustadóttir er afar öflug í sundinu vestanhafs

Brynhildur Traustadóttir tók um helgina þátt í einu af stærsta sundmóti í Bandaríkjunum; NCAA Championship Division 2. Þar setti hún tvö skólamet en annað metið hafði ekki verið slegið síðan árið 1996. Í skriðsundi, 1650 yarda, bætti hún 28 ára gamalt skólamet um heilar sjö sekúndur og hafnaði í 6. sæti. Þá synti hún lokasprettinn…Lesa meira

true

Ekki gott kvöld í körfunni hjá liðunum af Vesturlandi

Næstsíðasta umferðin í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram á föstudagskvöldið og eru línur að skýrast fyrir úrslitakeppnina. Eins og staðan er núna eru lið ÍA og Skallagríms örugg í úrslitakeppnina og Snæfell heldur sæti sínu í deildinni nema Hrunamenn vinni sigur á ÍR í síðustu umferðinni sem er ansi ólíklegt. Föstudagskvöldið fer ekki…Lesa meira

true

Víkingur og Kári með góða sigra í Lengjubikarnum

Þrír leikir voru í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina hjá liðunum af Vesturlandi. Niðurstaðan var tveir sigrar og eitt tap og gott gengi Vesturlandsliðanna  í Lengjubikarnum heldur áfram. Víkingur vann Árbæ Víkingur Ólafsvík og Árbær áttust við í B deild karla í riðli 2 og var leikurinn á laugardagskvöldið á gervigrasvelli Þróttara í Reykjavík. Ástþór…Lesa meira

true

Grundfirðingar Íslandsmeistarar í 4. deild kvenna í blaki

Ungmennafélag Grundarfjarðar varð Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í blaki á sunnudaginn. Lið Grundarfjarðar var í fjórðu deild þetta árið og er mótafyrirkomulagið þannig að spilaðar voru þrjár mótshelgar í vetur. Síðasta mótahrinan var spiluð um liðna helgi og þar tryggðu grundfirsku stelpurnar sér Íslandsmeistaratitilinn og rétt til að spila í þriðju deild næsta vetur. Liðið…Lesa meira

true

Fimmti flokkur ÍA með fótboltamaraþon í Akraneshöllinni

Næsta laugardag ætla stelpurnar úr 5. flokki ÍA að vera með fótboltamaraþon í Akraneshöllinni. Þær ætla að spila stanslaust í sex klukkustundir, hefja leik klukkan 18 og spila síðan til miðnættis. Stelpurnar hafa verið að ganga í hús á Akranesi undanfarið til að safna áheitum en þær eru að safna fyrir keppnisferð á Pæjumótið í…Lesa meira

true

Góður árangur glímufólks úr Dölunum

Bikarameistaramót Glímusambands Íslands fór fram á Blönduósi 17. febrúar síðastliðinn. Glímufélag Dalamanna (GFD) sendi vænan hóp á mótið og uppskáru keppendur góðan árangur og ekki að sjá annað en þetta hafi verið góður dagur. Mótið var fjölmennt og voru glímdar vel á annað hundrað viðureignir. Árangur iðkenda má sjá hér að neðan: 3. sæti 12…Lesa meira

true

Þór lagði Snæfell í baráttuleik

Þór Akureyri og Snæfell mættust í 4. umferð B deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Höllinni á Akureyri. Gestirnir úr Stykkishólmi voru sterkari aðilinn í byrjun leiks og leiddu með tíu stigum eftir sex mínútna leik, 7:17. Eftir það náðu heimakonur góðum kafla þegar þær skoruðu tíu stig í röð og…Lesa meira

true

Keilufélag Akraness með tvo sigurvegara á Íslandsmóti unglinga

Dagana 9.-10. mars sl. var haldið Íslandsmót unglinga í keilu og fór það fram í Keiluhöllinni í Reykjavík. Keilufélag Akraness átti marga fulltrúa sem stóðu sig vel allir sem einn, sérstaklega í ljósi aðstöðuleysis hjá félaginu sem sækir allar æfingar og keppni til Reykjavíkur og ferðaþreyta farin að segja til sín. Í 5. flokki pilta…Lesa meira