Íþróttir
Skallagrímsmaðurinn Almar Orri Kristinsson í leiknum gegn Ármanni. Ljósm. glh

Ekki gott kvöld í körfunni hjá liðunum af Vesturlandi

Næstsíðasta umferðin í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram á föstudagskvöldið og eru línur að skýrast fyrir úrslitakeppnina. Eins og staðan er núna eru lið ÍA og Skallagríms örugg í úrslitakeppnina og Snæfell heldur sæti sínu í deildinni nema Hrunamenn vinni sigur á ÍR í síðustu umferðinni sem er ansi ólíklegt. Föstudagskvöldið fer ekki í sögubækurnar nema fyrir það að Vesturlandsliðin töpuðu öll en þó var í öllum tilfellum um hörkuleiki að ræða.

Ekki gott kvöld í körfunni hjá liðunum af Vesturlandi - Skessuhorn