
Eins og sjá má var mikið stuð á stelpunum. Ljósm. Anna María Þórðardóttir
Stelpurnar í 5. flokki ÍA stóðu sig vel í maraþoni
Síðasta laugardag voru stelpurnar úr 5. flokki ÍA með fótboltamaraþon í Akraneshöllinni. Þær spiluðu stanslaust í sex klukkustundir en hófu leik klukkan 18 og voru að til miðnættis. Stelpurnar höfðu verið að ganga í hús á Akranesi undanfarið til að safna áheitum fyrir viðburðinn en þær eru að safna fyrir keppnisferð á Pæjumótið í Vestmannaeyjum sem fram fer í sumar. Gekk það ljómandi vel og eru stelpurnar fullar af þakklæti til þeirra sem hafa stutt þær.