
Shawnta Shaw átti góðan leik gegn Þór. Ljósm. Bæring Nói Dagsson
Þór lagði Snæfell í baráttuleik
Þór Akureyri og Snæfell mættust í 4. umferð B deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Höllinni á Akureyri. Gestirnir úr Stykkishólmi voru sterkari aðilinn í byrjun leiks og leiddu með tíu stigum eftir sex mínútna leik, 7:17. Eftir það náðu heimakonur góðum kafla þegar þær skoruðu tíu stig í röð og höfðu náð að minnka muninn í eitt stig þegar fyrsta leikhluta lauk, staðan 19:20 Snæfellskonum í vil. Snæfell byrjaði síðan af krafti í öðrum leikhluta og voru aftur komnar með tíu stiga forskot eftir sex mínútur, staðan 23:33. Þegar flautað var til hálfleiks var Snæfell með fjögurra stiga forystu, 37:41, og allt útlit fyrir spennandi seinni hluta.