Íþróttir

Brynhildur Traustadóttir er afar öflug í sundinu vestanhafs

Brynhildur Traustadóttir tók um helgina þátt í einu af stærsta sundmóti í Bandaríkjunum; NCAA Championship Division 2. Þar setti hún tvö skólamet en annað metið hafði ekki verið slegið síðan árið 1996. Í skriðsundi, 1650 yarda, bætti hún 28 ára gamalt skólamet um heilar sjö sekúndur og hafnaði í 6. sæti. Þá synti hún lokasprettinn í 4x200 skriðsundi boðsundsveitar og setti sveitin nýtt skólamet. Brynhildur bætti sig einnig í 500 og 1000 yarda skriðsundi og varð í 9. sæti í báðum greinum.