Íþróttir
Særós Erla vann tvöfalt; í 3. flokki og í opnum flokki. Ljósm. kfa

Keilufélag Akraness með tvo sigurvegara á Íslandsmóti unglinga

Dagana 9.-10. mars sl. var haldið Íslandsmót unglinga í keilu og fór það fram í Keiluhöllinni í Reykjavík. Keilufélag Akraness átti marga fulltrúa sem stóðu sig vel allir sem einn, sérstaklega í ljósi aðstöðuleysis hjá félaginu sem sækir allar æfingar og keppni til Reykjavíkur og ferðaþreyta farin að segja til sín.