Íþróttir

true

Kristín sigraði með yfirburðum á RIG 2023

Um helgina fóru fram Reykjavíkurleikarnir (RIG) í kraftlyftingum. Þar varð Borgfirðingurinn Kristín Þórhallsdóttir í efsta sæti. Hún lauk keppni með 565 kg í samanlögðu, 107 stigum og sigri hvort sem litið var til kvennaflokksins eins eða allra keppenda. Kristín sigraði með yfirburðum í kvennaflokki en í næstu sætum urðu þær Arna Ösp Gunnarsdóttir, Íris Rut…Lesa meira

true

Siggi Tomm Íslandsmeistari öldunga í pílu

Um helgina fór fram Íslandsmót öldunga í pílukasti í Pílusetrinu að Tangarhöfða í Reykjavík og voru alls 30 keppendur skráðir til leiks. Skagamaðurinn Sigurður Tómasson frá Pílufélagi Akraness var sigurvegari í karlaflokki og er því Íslandsmeistari í öldungaflokki í pílu árið 2023. Fram kemur á vef Pílusambands Íslands að Siggi Tomm hafi átt stórkostlegt mót…Lesa meira

true

Skallagrímur vann Selfoss í hörkuleik

Það er óhætt að segja að leikmenn Selfoss og Skallagríms hafi boðið upp á mikla spennu og dramatík í leik liðanna í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið en leikurinn fór fram í Vallaskóla á Selfossi. Skallagrímsmenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum, skoruðu fyrstu sjö stig leiksins og heimamenn komust ekki á blað…Lesa meira

true

Skírnir Ingi er íþróttamaður UMFR 2022

Framfaraverðlaun og kjör Íþróttamanns Ungmennafélags Reykdæla árið 2022 var kunngjört nú fyrir stundu. Verðlaun voru veitt fyrir þær íþróttagreinar sem hægt er að æfa hjá UMFR á meðal iðkenda 16 ára og yngri. Valið er samkvæmt tilnefningum þjálfara, sem skrifuðu meðfylgjandi texta. Íþróttmaður UMFR árið 2022 er Skírnir Ingi Hermannsson körfuknattleiksmaður úr Reykholti. Einnig voru…Lesa meira

true

Naumt tap hjá Skagakonum í hörkuleik

Stelpurnar í meistaraflokki ÍA í knattspyrnu léku gegn liði Aftureldingar í Akraneshöllinni í gærkvöldi. Afturelding spilar í Lengjudeild á komandi keppnistímabili en ÍA í 2. deild. Leikurinn var nokkuð jafn en lauk með naumum sigri gestanna, 1-2. Fyrri hálfleikurinn var hraður og jafnvel nokkuð harður á köflum. ÍA liðið mætti vel stemmt til leiks og…Lesa meira

true

Rafíþróttir hefjast á Akranesi í byrjun febrúar

Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) er samband þeirra félaga, íþróttafélaga, héraðssambanda, félagsmiðstöðva, frístundamiðstöðva og menntastofnana sem iðka eða keppa í rafíþróttum. Í lögum félagsins segir að rafíþróttir séu heilbrigð iðkun tölvuleikja í skipulögðu starfi og starfið feli í sér eftirfarandi: Æfingar í hóp, markvissar líkamlegar æfingar sem auka líkamlegt atgervi tengt árangri í rafíþróttum, markvissar æfingar í…Lesa meira

true

Árni Snær gengur til liðs við Stjörnuna

Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna en hann hefur leikið allan sinn feril hjá ÍA og á alls að baki 179 deildarleiki fyrir félagið. Árni er 31 árs og lék 17 af 27 deildarleikjum ÍA á síðasta tímabili. „Það er mjög spennandi að fá Árna til okkar. Hann er frábær karakter…Lesa meira

true

Snæfell með sterkan sigur á Stjörnunni

Stjarnan og Snæfell mættust í toppslag í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Fyrir leikinn hafði Stjarnan fjögurra stiga forskot á Snæfell í deildinni og með sigri gat Snæfell því minnkað muninn í tvö stig. Leikurinn fór frekar rólega af stað og staðan var jöfn 10:10…Lesa meira

true

Sigrún Sjöfn hætt hjá Fjölni

Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur ákveðið að hætta að spila með liði Fjölnis sem leikur í Subway deildinni í körfuknattleik. Sigrún Sjöfn var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni í vetur og lék einnig með liðinu á síðasta keppnistímabili. Ástæðuna segir hún vera ólíka sýn hennar og aðalþjálfarans Kristjönu Eirar Jónsdóttur. „Þetta átti svo sem ekki að…Lesa meira

true

Haraldur Árni ráðinn til ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur ráðið Harald Árna Hróðmarsson sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla og teymisstjóra ellefu manna bolta í 2.-4. flokki karla og kvenna hjá félaginu. Í tilkynningu frá KFÍA segir að Haraldur Árni sé með KSÍ A þjálfaragráðu og UEFA Elite Youth A gráðu og hafi mikla reynslu sem þjálfari. Hann þjálfaði hjá Þrótti frá 2013-2018…Lesa meira