
Skallagrímur er kominn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. Ljósm. glh
Skallagrímur vann Selfoss í hörkuleik
Það er óhætt að segja að leikmenn Selfoss og Skallagríms hafi boðið upp á mikla spennu og dramatík í leik liðanna í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið en leikurinn fór fram í Vallaskóla á Selfossi. Skallagrímsmenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum, skoruðu fyrstu sjö stig leiksins og heimamenn komust ekki á blað fyrr en eftir tæpan fimm mínútna leik. Skallarnir höfðu áfram tagl og haldir fram að lokum fyrsta leikhluta og leiddu með tíu stigum, 13:23. Selfyssingar náðu smám saman vopnum sínum í öðrum leikhluta, þeir komust loks yfir eftir 18 mínútna leik og voru með eins stigs forskot í hálfleik, 43:42.