
Handhafar framfaraverðlauna, en efstu í kjöri Íþróttmanns UMFR eru lengst til hægri. Ljósm. UMFR.
Skírnir Ingi er íþróttamaður UMFR 2022
Framfaraverðlaun og kjör Íþróttamanns Ungmennafélags Reykdæla árið 2022 var kunngjört nú fyrir stundu. Verðlaun voru veitt fyrir þær íþróttagreinar sem hægt er að æfa hjá UMFR á meðal iðkenda 16 ára og yngri. Valið er samkvæmt tilnefningum þjálfara, sem skrifuðu meðfylgjandi texta. Íþróttmaður UMFR árið 2022 er Skírnir Ingi Hermannsson körfuknattleiksmaður úr Reykholti. Einnig voru afhent framfaraverðlaun í félaginu.