Íþróttir

true

Samevrópsk íþrótta- og hreyfivika í gangi

Íþrótta- og hreyfivika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. til 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive. Skipulagðir viðburðir eru í a.m.k. fjórum sveitarfélögum á Vesturlandi, tileinkaðir vikunni, þ.e. á Akranesi, Stykkishólmi, Grundarfirði og í Snæfellsbæ. Heilsueflandi samfélag á Akranesi í samstarfi við ÍA leggur…Lesa meira

true

Snæfellskonur töpuðu naumlega gegn KR í fyrsta leik

Snæfell og KR mættust í gærkvöldi í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik og var leikurinn í Stykkishólmi. Snæfellskonur voru án nýja bandaríska leikmannsins síns, Cheah Rael-Whitsitt, sem var ekki komin með leikheimild en hún ætti að ná næsta leik ef allt gengur að óskum. KR-ingar hafa bætt vel við leikmannahóp sinn og fengu…Lesa meira

true

Bjarki komst áfram á Evrópumótaröðinni

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson var sá eini af fimm íslenskum kylfingum sem tóku þátt í úrtökumótum fyrir DP Evrópumótaröðina í síðustu viku sem komst áfram á 2. stigið. Bjarki lék vel á mótinu sem fram fór í Austurríki og lék alls 72 holur á sjö höggum undir pari. Hann tryggði sér þátttökurétt á næsta móti sem…Lesa meira

true

Skagakonur með góðan sigur á Völsungi

Völsungur og ÍA mættust í gær í úrslitakeppni efri hluta 2. deildar kvenna í knattspyrnu og fór viðureignin fram á Húsavík. Fyrir leik átti Völsungur enn von um að komast upp í Lengjudeildina með sigri í leiknum en Skagakonur voru meira að spila upp á stoltið. Aðstoðarþjálfarinn Aldís Ylfa Heimisdóttir var við stjórnvölinn hjá ÍA…Lesa meira

true

Kári lauk tímabilinu á góðum nótum

Kári og Víðir áttust við á föstudaginn í síðustu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu á þessu tímabili og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Káramenn komu ákveðnir til leiks og komust strax yfir á níundu mínútu með marki Kolbeins Tuma Sveinssonar. Eftir rúman hálftíma leik var Kolbeinn Tumi aftur á ferðinni með sitt annað mark…Lesa meira

true

Víkingur Ó vann Hauka í síðasta leik tímabilsins

Víkingur Ólafsvík tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á laugardaginn í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu og unnu heimamenn þægilegan sigur, 3-0. Mitchell Reece kom Víkingi yfir eftir tæplega hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik. Fyrirliðinn Bjartur Bjarmi Barkarson bætti við öðru marki fyrir heimamenn eftir klukkutíma leik og fjórum mínútum síðar…Lesa meira

true

Skagamenn skoruðu öll mörkin á móti Leikni

ÍA og Leiknir Reykjavík mættust í miklum fallbaráttuslag á laugardaginn í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram í bongóblíðu á Akranesvelli. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleiknum, Leiknismenn voru meira með boltann en ógnuðu lítið. Það dró svo til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks þegar Gísli Laxdal Unnarsson fékk…Lesa meira

true

Hreinn úrslitaleikur í kvöld við Holland

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í kvöld Hollandi í síðasta leik sínum í undankeppni fyrir HM 2023. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti á mótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja Sjálandi, en jafntefli dugar íslenska liðinu til að komast áfram. Leikurinn gegn Hollandi hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma og er sýndur í…Lesa meira

true

Víkingur Ó. hafði betur gegn Reyni Sandgerði

Víkingur Ólafsvík og Reynir Sandgerði mættust á laugardaginn í 2. deild karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli og lauk leiknum með naumum sigri heimamanna, lokatölur 2-1 fyrir Víking. Luke Williams kom Víkingi yfir á 23. mínútu með sínu fyrsta marki í sumar og síðan var það fyrirliðinn Bjartur Bjarmi Barkarson sem bætti við öðru marki úr…Lesa meira

true

Kári gerði jafntefli við Vængi Júpiters

Kári og Vængir Júpiters áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og fór viðureignin fram í Akraneshöllinni. Vængir Júpiters komust yfir á 13. mínútu þegar Bjarki Fannar Arnþórsson skoraði fyrir gestina og þó að Kári væri meira með boltann það sem eftir lifði af hálfleiknum sköpuðu þeir sér lítið sem ekkert af…Lesa meira