Íþróttir

true

Skagakonur unnu sigur á ÍR og eiga enn möguleika

ÍA tók á móti ÍR í úrslitakeppni sex efstu liða í 2. deild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Akranesvelli. Skagakonur mættu vel stemmdar til leiks og voru ívið hættulegri í fyrri hálfleiknum og fengu nokkur góð færi sem þær náðu ekki að nýta. Fyrsta mark leiksins kom sex mínútum fyrir lok…Lesa meira

true

Jafntefli hjá ÍA og KR í miklum markaleik

Skagamenn tóku á móti KR í 20. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram í blíðskaparveðri á Akranesvelli. Það blés þó ekki byrlega fyrir ÍA í byrjun leiksins því eftir tæpan hálftíma leik voru gestirnir komnir með þriggja marka forystu. Fyrst skoraði fyrrum leikmaður ÍA Aron Kristófer Lárusson með hörkuskoti…Lesa meira

true

Golfklúbburinn Mostri vann Vestarr í Rydernum

Golfklúbburinn Mostri úr Stykkishólmi og Golfklúbburinn Vestarr frá Grundarfirði áttust við á laugardaginn í seinni umferð í Rydernum og fór viðureignin fram á Bárarvellinum í Grundarfirði. Völlurinn var í toppstandi og var spilað við frábærar aðstæður. Sigurvegarar að þessu sinni voru Mostra menn og tóku glaðir með sér bikarinn heim.Lesa meira

true

Grótta og ÍA gerðu jafntefli í úrslitakeppni 2. deildar kvenna

Á föstudagskvöldið mættust lið Gróttu og ÍA í úrslitakeppni sex efstu liða í 2. deild kvenna í knattspyrnu og fór viðureignin fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. María Lovísa Jónasdóttir kom Gróttu yfir eftir tæpan hálftíma leik en Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin á 37. mínútu fyrir ÍA og þannig var staðan í hálfleik. Leikmönnum beggja…Lesa meira

true

Þriðja jafntefli Víkings í röð með markatölunni 3-3

Víkingur Ólafsvík tók á móti KF í Ólafsvík á laugardaginn í 2. deild karla í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur var með allra fjörugasta móti því alls voru skoruð fimm mörk og það voru gestirnir sem komust yfir á elleftu mínútu með marki frá Cameron Botes. En á aðeins fjögurra mínútna kafla eftir hálftíma leik gerðust ótrúlegir…Lesa meira

true

Skagamenn á sigurbraut

Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði sigurmarkið undir lok leiksins í 0-1 sigri á Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu suður með sjó í gær. Þetta var annar sigur ÍA í röð sem fóru úr neðsta sæti deildarinnar í það næst neðsta með þessum sigri og gefur þeim aukna von um að…Lesa meira

true

Kári með góðan sigur á Augnabliki

Kári tók á móti Augnabliki í 3. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Gestirnir úr Kópavogi komust strax yfir í leiknum á fimmtu mínútu þegar þeir fengu aukaspyrnu hægra megin og sendu boltann fyrir inn í teig en þar var farið aftan í leikmann Augnabliks og víti dæmt. Jón…Lesa meira

true

Konur úr Borgarbyggð sigursælar á púttmóti 60 ára og eldri

Íslandsmót í pútti 60 ára og eldri fór fram á Ísafirði 19. ágúst sl. Púttarar úr Borgarbyggð, undir nafninu Pútthópur Hamars, fjölmenntu á mótið; fjórtán konur og níu karlar. Árangur kvennanna var mjög góður. Berghildur Reynisdóttir vann með 73 höggum. Þóra Stefánsdóttir var önnur með 74 högg og Heba Magnúsdóttir varð fjórða með 76 högg.…Lesa meira

true

Stórtap í síðasta leik Reynis í sumar

Hvíti riddarinn og Reynir Hellissandi mættust í lokaumferð A riðils í 4. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Mosfellsbæ. Hvíti riddarinn sem hefur verið í efsta sæti riðilsins í allt sumar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik og bættu við þremur í síðari hálfleik, lokastaðan stórsigur Mosfellinga, 7-0. Reynir lauk…Lesa meira

true

Skallagrímur með sigur í síðasta leik sumarsins

Hörður Í. og Skallagrímur áttust við í lokaumferðinni í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Skeiðisvellinum í Bolungarvík. Viktor Már Jónasson kom Skallagrími yfir eftir átta mínútna leik og Viktor Ingi Jakobsson bætti við öðru marki úr víti á 17. mínútu fyrir gestina. Gabríel Heiðberg Kristjánsson fékk sitt…Lesa meira