
Sveitir Hamars Borgarbyggð urðu í þremur efstu sætunum. Ljósm. Áslaug Þorsteinsdóttir.
Konur úr Borgarbyggð sigursælar á púttmóti 60 ára og eldri
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Íslandsmót í pútti 60 ára og eldri fór fram á Ísafirði 19. ágúst sl. Púttarar úr Borgarbyggð, undir nafninu Pútthópur Hamars, fjölmenntu á mótið; fjórtán konur og níu karlar. Árangur kvennanna var mjög góður. Berghildur Reynisdóttir vann með 73 höggum. Þóra Stefánsdóttir var önnur með 74 högg og Heba Magnúsdóttir varð fjórða með 76 högg. Af tíu efstu konum voru átta úr Borgarbyggð en keppendur í kvennaflokki voru 22.\r\n\r\nKonurnar unnu einnig glæsilega í sveitakeppninni. A - sveitin vann með 233 höggum. Í henni voru Þóra Stefánsdóttir, Guðrún B. Haraldsdóttir og Ásdís B. Geirdal. B - sveitin varð í öðru sæti með 234 högg, C - sveitin í þriðja með 235 högg og D - sveitin í fjórða með 237 högg. Körlunum gekk ekki eins vel, en keppendur þar voru 30 talsins. Bestum árangri náði Ólafur E. Davíðsson sem varð í þriðja sæti með 73 högg, Ingimundur Ingimundarson var næstur með 74 og Þórhallur Teitsson með 76 högg. A - sveit karla var í fjórða sæti með 231 högg einu höggi á eftir Kubba frá Ísafirði. Í sveitinni voru Ingimundur Ingimundarson, Magnús E. Magnússon og Sigurður Þórarinsson. C - sveitin og B - sveitin voru jafnar í fimmta til sjötta sæti með 235 högg.\r\n\r\nVeður var mjög erfitt meðan á mótinu stóð; rigning og rok. Hafði það mikil áhrif á árangur keppenda. Til marks um það má nefna að sigurvegari í karlaflokki, heimamaðurinn Finnur Magnússon, lék á 70 höggum. Framkvæmd og móttaka Ísfirðinga var þeim til mikils sóma. Næsta verkefni púttara í Borgarbyggð er opið mót á Hamri, Septemberpútt, 8. september.\r\n\r\n[caption id=\"attachment_55728\" align=\"alignnone\" width=\"459\"]<img class=\"wp-image-55728 size-full\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/08/Konur-ur-Borgarbyggd-sigursaelar-a-puttmoti-60-ara-og-eldri_1.jpg\" alt=\"\" width=\"459\" height=\"679\" /> Berghildur Reynisdóttir Íslandsmeistari í flokki 60 ára og eldri.[/caption]",
"innerBlocks": []
}