
Oliver Stefánsson skoraði sigurmark ÍA á móti Keflavík. Hér í leik gegn Víkingi fyrr í sumar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler
Skagamenn á sigurbraut
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði sigurmarkið undir lok leiksins í 0-1 sigri á Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu suður með sjó í gær. Þetta var annar sigur ÍA í röð sem fóru úr neðsta sæti deildarinnar í það næst neðsta með þessum sigri og gefur þeim aukna von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Leikurinn var fremur bragðdaufur í rokinu í Keflavík en heimamenn fengu dauðafæri á tólftu mínútu þegar Dagur Ingi Valsson skaut í stöngina og heilt yfir áttu heimamenn hættulegri færi í fyrri hálfleik sem þeir náðu þó ekki að nýta.\r\n\r\nÍ þeim seinni var svipað uppi á teningnum, Keflvíkingar voru ívið hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af leiknum gerðu Skagamenn þrefalda skiptingu sem átti eftir að verða afdrifarík. Skömmu síðar var Árni Marinó markvörður ÍA í skógarhlaupi sem endaði með því að leikmaður Keflvíkinga átti firnafast skot að marki Skagamanna en sem betur fer fyrir þá var varnarmaðurinn Tobias Stagaard staddur á marklínunni og bjargaði marki. Það var síðan varamaðurinn Oliver sem tryggði sigur ÍA á lokamínútunni þegar hann fylgdi eftir skalla Hlyns Sævars Jónssonar og potaði boltanum í mark gestanna. Lokatölur 0-1 fyrir ÍA og gríðarlega mikilvægur sigur í botnbaráttunni. Í neðri hluta deildarinnar er ÍBV nú í níunda sæti með 18 stig, FH í því tíunda með 15 stig, ÍA með 14 stig og neðstir eru Leiknir R. með þrettán stig en eiga einn leik til góða.\r\n\r\nNæsti leikur Skagamanna í deildinni er gegn KR næsta sunnudag á Akranesvelli og hefst klukkan 17.",
"innerBlocks": []
}