Kolbeinn Tumi og Andri kampakátir eftir leikinn á móti Augnabliki. Ljósm. vaks

Kári með góðan sigur á Augnabliki

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Kári tók á móti Augnabliki í 3. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Gestirnir úr Kópavogi komust strax yfir í leiknum á fimmtu mínútu þegar þeir fengu aukaspyrnu hægra megin og sendu boltann fyrir inn í teig en þar var farið aftan í leikmann Augnabliks og víti dæmt. Jón Veigar Kristjánsson skoraði af öryggi af vítapunktinum og heimamenn ekki alveg vaknaðir. Eftir þetta sóttu liðin á báða bóga en eftir korters leik varð Hafþór Pétursson leikmaður Kára fyrir slæmum meiðslum þegar hann var sparkaður niður af leikmanni Augnabliks sem fékk gult spjald fyrir athæfið. Þurfti Hafþór að yfirgefa völlinn og í hans stað kom Franz Bergmann Heimisson. Kári náði síðan að jafna metin sex mínútum fyrir hálfleik þegar Arnar Már Kárason var á auðum sjó á hægri kantinum, komst upp að endamörkum og sendi boltann beint á Andra Júlíusson sem lagði boltann í netið, staðan jöfn 1-1 þegar liðin gengu til búningsklefa.\r\n\r\nAndri fékk síðan fyrsta alvöru færi seinni hálfleiks þegar hann fékk boltann eftir sendingu Arons Inga Kristinssonar, tók hann á kassann og skaut með vinstri fætinum rétt fram hjá markstönginni. Skömmu síðar fengu Káramenn annað tækifæri þegar Franz Bergmann skaut beint á markmann Augnabliks, Darra Bergmann Gylfason, í dauðafæri, Kolbeinn Tumi Sveinsson fékk frákastið og aftur varði Darri áður en Aron Ingi sparkaði boltanum hátt yfir markið. Kári skoraði síðan sigurmark leiksins eftir rúman klukkutíma leik eftir vel útfærða sókn. Aron Ingi og Ellert Lár Hannesson tóku þá flott þríhyrningsspil upp vinstri kantinn sem lauk með því að Aron Ingi sendi boltann fyrir þar sem markvörður Augnabliks sló boltann beint fyrir fætur Kolbeins Tuma sem þrumaði honum upp í þaknetið. Eftir markið og það sem eftir lifði leiks sóttu leikmenn Augnabliks meira og fengu nokkur ágætis færi en tókst ekki að koma tuðrunni fram hjá Dino Hodzic sem var vel á varðbergi. Kristófer Áki Hlinason leikmaður Kára fékk síðan dauðafæri undir lok leiksins en Darri eins og oft áður í leiknum varði vel skot Kristófers, lokatölur 2-1 fyrir Kára.\r\n\r\nNæsti leikur Kára verður næsta laugardag á móti KH sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar. Viðureignin verður á Valsvellinum við Hlíðarenda og hefst klukkan 14.",
  "innerBlocks": []
}