Úr leik Hvíta riddarans og Reynis á föstudagskvöldið. Ljósm. tfk

Stórtap í síðasta leik Reynis í sumar

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Hvíti riddarinn og Reynir Hellissandi mættust í lokaumferð A riðils í 4. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Mosfellsbæ. Hvíti riddarinn sem hefur verið í efsta sæti riðilsins í allt sumar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik og bættu við þremur í síðari hálfleik, lokastaðan stórsigur Mosfellinga, 7-0.\r\n\r\nReynir lauk leik á Íslandsmótinu í neðsta sæti riðilsins með aðeins þrjú stig, vann einn leik og tapaði þrettán og markatalan var 26:87. Ingvar Freyr Þorsteinsson var markahæstur með tíu mörk, Kristófer Máni Atlason skoraði sjö mörk og Bárður Jóhönnuson fjögur. Þjálfari liðsins er Brynjar Kristmundsson en hann er einnig aðstoðarþjálfari Guðjóns Þórðarsonar hjá Víkingi Ólafsvík sem leikur í 2. deildinni í sumar.",
  "innerBlocks": []
}
Stórtap í síðasta leik Reynis í sumar - Skessuhorn