Fréttir

true

Málþing á Nýp um Magnús Ketilsson

„Magnús Ketilsson, nýsköpun og upplýsing á 18. öld,“ nefnist málþing sem haldið verður að Nýp á Skarðsströnd í Dölum sunnudaginn 24. ágúst kl. 14:00 til 16:00. Fyrirlesarar verða Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur og Sigurbjörn Einarsson jarðvegsfræðingur. Magnús Ketilsson (1732-1803) í Búðardal á Skarðsströnd var sýslumaður Dalasýslu, frumkvöðull í ræktun, einn helsti forsvarsmaður Hrappseyjarprentsmiðju, rithöfundur og upplýsingarmaður.…Lesa meira

true

Hringveginum lokað í kvöld norðan Borgarness

Hringvegi 1 verður lokað í kvöld, fimmtudaginn 7. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 08:00 að morgni föstudagsins 8. ágúst frá hringtorginu í Borgarnesi að afleggjaranum hjá Baulu í Stafholtstungum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Borgarfjarðarbraut (50), en þá getur fólk á norðurleið beygt til austurs af hringvegi við sunnanverða Borgarfjarðarbrú og hægt að ná…Lesa meira

true

Fjölbreytt Hvanneyrarhátíð um næstu helgi

Hin árlega Hvanneyrarhátíð verður haldin um næstu helgi. Hátíðin er grasrótarverkefni íbúa á Hvanneyri og nágrennis og er dagskrá hennar að vanda fjölbreytt. Hátíðin hefst á morgun en formleg setning hennar og þungi dagskrárinnar verður á laugardaginn. Á morgun verður haldið frisbígolfmót sem hefst kl. 17 á Frisbívellinum á Hvanneyri og kl. 20:30 hefjast í…Lesa meira

true

ÍA mætir Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld

Fjórtánda umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Þá fær lið ÍA Gróttu í heimsókn og fer leikur liðanna fram í Akraneshöllinni og hefst hann kl. 19:15. Lið ÍA hefur heldur verið að rétta úr kútnum í undanförnum leikjum og situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig. Lið Gróttu er hins…Lesa meira

true

Stefnir í magurt laxveiðisumar á Vesturlandi

Laxveiðin á Vesturlandi í sumar hefur verið býsna döpur. Þegar veiðitölur í gær, 6. ágúst eru skoðaðar er algengt að sjá að veiðin er um þriðjungur af heildarveiði síðasta árs. En á því eru undantekningar til beggja átta. Í Haffjarðará hefur til að mynda gengið prýðilega, komnir eru á land 522 fiskar, en heildarveiðin í…Lesa meira

true

Lokun Akrafjallsvegar vegna malbikunarframkvæmda

Á morgun, föstudaginn 8. ágúst frá kl. 09:00 til 17:00, verður Akrafjallsvegur lokaður vegna malbikunar á milli hringtorgsins við Akranes og Innnesvegar. Kaflinn er um 850 metrar að lengd og verður veginum lokað á meðan framkvæmdum stendur. Vegagerðin bendir á hjáleið um Innnesveg og norðanverðan Akrafjallsveg.Lesa meira

true

Farin að taka upp og selja nýjar kartöflur

Kartöflurækt til sölu er ekki stunduð á mörgum bæjum á Vesturlandi. Lengst er saga kartöfluræktunar vafalaust á Hraunsmúla í Staðarsveit þar sem nú stefnir í metuppskeru, samkvæmt heimildum Skessuhorns. Í nokkur ár hafa þau Guðrún María og Jóhann bændur á Snartarstöðum í Lundarreykjadal sett niður kartöflur og selt undir merkju Jarðepla-Jóa. Þau byrjuðu í upphafi…Lesa meira

true

Heimila frestun á greiðslu gatnagerðargjalda

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum beiðni um að veita greiðslufrest á gatnagerðargjöldum bygginga í sveitarfélaginu. Samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins skal greiða 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis. Samkvæmt gjaldskránni er byggðarráði þó heimilt að veita sérstakan greiðslufrest á gatnagerðargjaldi; „þegar byggt er atvinnuhúsnæði eða húsnæði til…Lesa meira

true

Allir mjög sáttir að loknu Unglingalandsmóti UMFÍ – myndasyrpa

Unglingalandsmót UMFÍ, fjölskyldu- og forvarnarhátíð, var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Mótið tókst að sögn þátttakenda og foreldra afar vel ekki síst vegna þess að veðrið lék við gesti. Keppendur voru ríflega þúsund talsins sem er örlítil fjölgun frá síðasta ári þegar mótið var haldið í Borgarnesi. Keppt var í 21 keppnisgrein. Á kvöldin var…Lesa meira

true

Einar Margeir sáttur eftir gott heimsmeistaramót

Heimsmeistaramótinu í sundi lauk á mánudaginn. Einar Margeir Ágústsson frá Sundfélagi Akraness tók þar þátt ásamt fleiri keppendum frá Íslandi. „Einar átti virkilega góða frammistöðu í 50 metra bringusundi þar sem hann bætti sinn eigin persónulega tíma og einnig Akranesmetið. Hann synti á 27,89 sekúndum, sem er bæting frá fyrra metinu hans sem var 28,10…Lesa meira