Fréttir
Fjóla Ben við rásmarkið í dráttarvélafimi. Ljósm. úr safni/mm

Fjölbreytt Hvanneyrarhátíð um næstu helgi

Hin árlega Hvanneyrarhátíð verður haldin um næstu helgi. Hátíðin er grasrótarverkefni íbúa á Hvanneyri og nágrennis og er dagskrá hennar að vanda fjölbreytt. Hátíðin hefst á morgun en formleg setning hennar og þungi dagskrárinnar verður á laugardaginn. Á morgun verður haldið frisbígolfmót sem hefst kl. 17 á Frisbívellinum á Hvanneyri og kl. 20:30 hefjast í Hreppslaug tónleikar með söngkonunni Soffíu Björgu.