Fréttir

Hringveginum lokað í kvöld norðan Borgarness

Hringvegi 1 verður lokað í kvöld, fimmtudaginn 7. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 08:00 að morgni föstudagsins 8. ágúst frá hringtorginu í Borgarnesi að afleggjaranum hjá Baulu í Stafholtstungum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Borgarfjarðarbraut (50), en þá getur fólk á norðurleið beygt til austurs af hringvegi við sunnanverða Borgarfjarðarbrú og hægt að ná hringveginum aftur við Baulu í Stafholtstungum.

Hringveginum lokað í kvöld norðan Borgarness - Skessuhorn