Fréttir

true

Margir ætla að nýta flæsuna um helgina

Fram á mánudag má búast við þurru veðri um allt vestanvert landið. Bændur hafa um hríð beðið eftir þurrki til að ráðast í annan slátt. Sprettutíð hefur verið góð í sumar og víða er háarsprettan orðin betri en í fyrsta slætti. Margir bænur eru því búnir að slá af miklum móð síðan í gær og…Lesa meira

true

Mest umferðaraukning á Vesturlandi í júlí

Umferð á Vesturlandi í nýliðnum júlí jókst um 6,4% ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vegagerðinni. Samdráttur varð á landinu öllu um 0,1% á milli mánaða á sama tíma og munar þar mestu um 5,8% samdrátt sem varð í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum jókst…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík mætir Gróttu í undanúrslitum bikarkeppninnar

Víkingur Ólafsvík mætir Gróttu í undanúrslitum Fótbolti.net bikarsins í knattspyrnu. Leikurinn verður 20. september á heimavelli Gróttu, Vivaldivellinum, á Seltjarnarnesi. Hinn undanúrslitaleikurinn verður viðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar og fer hann fram á Sauðárkróki. Dregið var í undanúrslitaleikina í gær. Lið Víkings Ólafsvík og Gróttu spila bæði í annarri deildinni í knattspyrnu og mættust í níundu…Lesa meira

true

Sex hundruð unglingar á nýju knattspyrnumóti um helgina

Gatorademótið, nýtt knattspyrnumót fyrir 13–14 ára drengi og stúlkur, hófst klukkan 11 í dag á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Knattspyrnufélag ÍA heldur mótið með stuðningi Ölgerðarinnar. Þátttakendur eru tæplega 600 talsins. Spilað er á fimm völlum í dag, morgun en mótinu lýkur svo á sunnudaginn með úrslitaleikjum. Í fyrstu leikjum mótsins í dag tóku…Lesa meira

true

Kjörstjórn gerir tillögu að fyrirkomulagi sameiningarkosninga

Sameiginleg kjörstjórn Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur lagt fram tillögur til sveitarfélaganna um framkvæmd íbúakosninga þar sem ræðst hvort sveitarfélögin Borgarbyggð og Skorradalshreppur sameinist. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna lagði til í skilabréfi sínu til sveitarstjórnanna að atkvæðagreiðsla um sameininguna yrði á tímabilinu 5.-20. september nk. Í framhaldinu var skipuð sameiginleg kjörstjórn sem nú, eins og áður…Lesa meira

true

Tónleikar í Akranesvita á morgun

Verkið ‘dwelling’ eftir Masaya Ozaki og Lilju Maríu Ásmundsdóttur verður flutt í Akranesvita á morgun, laugardaginn 16. ágúst kl. 18:00. Þau fá til liðs við sig flautuleikarann Berglindi Maríu Tómasdóttur, klarínettleikarann Bergþóru Kristbergsdóttur og víóluleikarann Þórhildi Magnúsdóttur. ‘dwelling’ er skapandi ferli í stöðugri þróun innblásið af reglulegum gönguferðum. “Grunnurinn að verkinu er byggður á gönguleiðum…Lesa meira

true

Kæra deilskipulag mælismasturs

Tuttugu landeigendur í Borgarfirði hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar um nýtt deiliskipulag á Grjóthálsi í Borgarbyggð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Krefjast þeir ógildingar þeirrar ákvörðunar sveitarstjórnar enda sé hún haldin svo verulegum annmörkum að það skuli með réttu leiða til ógildingar hennar. Forsaga málsins er sú að á fundi sveitarstjórnar 8. maí 2025 var…Lesa meira

true

Lýsa þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verndartolla ESB

Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði í gær um þær fyrirætlanir Evrópusambandsins að leggja verndartolla á kísiljárn og aðrar tengdar vörur frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Í bókun ráðsins sem samþykkt var samhljóða á fundinum segir að fyrirhugaðir verndartollar muni hafa þung áhrif á starfsemi Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og skapi óvissu varðandi uppbyggingu ýmissa iðngreina til útflutnings. „Fyrirsjáanlegt…Lesa meira

true

Grótta hafði betur gegn ÍA

ÍA og Grótta mættust í 14. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í Akraneshöllinni í gærkvöldi. Lið ÍA mætti mjög ákveðið til leiks og strax á 4. mínútu náði Elizabeth Bueckers forystunni fyrir ÍA. Það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem gestirnir svöruðu fyrir sig þegar Hulda Ösp Ágústsdóttir skoraði og jafnaði metin.…Lesa meira