
Fyrsta lax sumarsins veiddi Mikael Marinó Rivera úr Skugga í Borgarfirði.
Stefnir í magurt laxveiðisumar á Vesturlandi
Laxveiðin á Vesturlandi í sumar hefur verið býsna döpur. Þegar veiðitölur í gær, 6. ágúst eru skoðaðar er algengt að sjá að veiðin er um þriðjungur af heildarveiði síðasta árs. En á því eru undantekningar til beggja átta. Í Haffjarðará hefur til að mynda gengið prýðilega, komnir eru á land 522 fiskar, en heildarveiðin í fyrrasumar var 802 laxar. Hítárá hefur nú gefið 265 laxa en heildarveiðin þar í fyrra var 431 lax. Á hinn veginn eru dæmi um afar slakar veiðitölur. Andakílsá hefur einungis skilað 48 löxum en í fyrra komu á land 525 laxar. Úr Gljúfurá í Borgarfirði eru komnir 25 laxar á land en þar veiddist 191 lax í fyrra.