Fréttir

true

Sextán mjólkurkýr drápust vegna brennisteinsvetnismengunar

Síðdegis á fimmtudag í liðinni viku var Magnús Eggertsson bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal að hræra upp í haughúsinu undir fjósinu en slíkt er gert til að hægt sé að dæla mykjunni upp og aka með hana á völlinn. Haughúsið hefur hann ætíð losað í júlí, en þó aldrei svona seint í mánuðinum. Kýrnar höfðu…Lesa meira

true

Hringveginum norðan Borgarness lokað að kvöldi fimmtudags

Hringvegur 1 verður lokaður á morgun fimmtudagskvöld 7. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 08:00 að morgni föstudagsins 8. ágúst frá hringtorginu í Borgarnesi að afleggjaranum hjá Baulu. Vegagerðin bendir á hjáleið um Borgarfjarðarbraut (50), en þá getur fólk á norðurleið beigt til austurs við sunnanverða Borgarfjarðarbrú og hægt að ná hringveginum aftur við Baulu…Lesa meira

true

Loðna fannst á stóru svæði fyrir norðan land

Í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri á Norðurhöfum að sumarlagi, sem lauk 25. júlí síðastliðinn, fannst loðna á stóru svæði fyrir norðan land. Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var eitt skipanna í leiðangrinum sem tók 26 daga. Loðna fannst á átta togstöðvum fyrir norðan landið…Lesa meira

true

Stálu heimilisbílnum og óku útaf á Draghálsi

Aðfararnótt sunnudags um nýliðna verslunarmannahelgi var heimilisbílnum á Snartarstöðum í Lundarreykjadal stolið. Bíllinn er af gerðinni Kia Sorento. Í bílnum var m.a. barnabílstóll og taska með slökkviliðsbúnaði Jóhanns bónda Þorkelssonar. Sem betur fer er ekki algengt að ökutæki upp til sveita séu tekin ófrjálsri hendi, en slíkt hefur þó gerst og ástæða til að minna…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni

Leikmenn Víkings í Ólafsvík eru komnir í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins eftir mikinn baráttusigur gegn KFA í gærkvöldi. Liðin mættust á SÚN-vellinum í Neskaupstað. Heimamenn náðu forystunni strax á 5. mínútu með marki Heiðars Snæs Ragnarssonar. Á 66. mínútu náði Kwame Quee að jafna leikinn með góðu skoti eftir undirbúning Hektors Bergmanns Garðarssonar. Á 68. mínútu…Lesa meira

true

Stig til ÍA með skrítnu marki í blálokin

Lið ÍA og Vals skyldu jöfn á Elkem-vellinum á Akranesi í gærkvöldi. Þegar leið á fyrri hálfleik leiksins var fátt sem benti til þess að Skagamenn fengju stig úr leiknum því leikmenn Vals byrjuðu hann af miklum krafti og strax á 16. mínútu skoraði Patrick Pedersen fyrir Val.  Markið fer í sögubækurnar því þetta var…Lesa meira

true

Veiddi hálfrar aldar gamalt merkispjald frá HB&Co

Patrekur Þór Borgarsson var ásamt föður sínum og systur við veiðar í Eyrarvatni í Svínadal. Ætlunin var að veiða silung og jafnvel lax sem gengur upp í vötnin. En í stað hefbundinnar veiði fékk Patrekur á færið, úti á miðju vatninu, um fimmtíu ára gamlan HB&Co merkimiða. „Pabbi minn varð alveg rosa glaður með þetta,…Lesa meira

true

Síðustu sumartónleikarnir í Hallgrímskirkju á sunnudaginn

Skálholtstríóið leikur á síðustu tónleikum sumarsins í Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudaginn 10. ágúst kl. 16.00. Tríóið skipa Jón Bjarnason á orgel og píanó og trompetleikararnir Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Jóhann Stefánsson. Skálholtstríóið er eins og nafnið gefur til kynna tengt Skálholti en þar hafa þeir félagar leikið við hinar ýmsu kirkjuhátíðir og athafnir.  Í seinni…Lesa meira

true

Eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Eldgosinu sem hófst 16.júlí á Sundhnúksgígaröðinni er formlega lokið að mati Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir goslok eru áfram lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna óstöðugs hrauns  og mögulegrar gasmengunar. Landris er að sögn Veðurstofu hafið á ný og kvikustreymi undir Svartsengi heldur áfram.Lesa meira

true

Verslunarmannahelgin gekk vel að mati lögreglunnar á Vesturlandi

Verslunarmannahelgin gekk vel í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi að sögn Kristjáns Inga Hjörvarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Hann segir öflugu eftirliti hafa verið haldið uppi í umdæminu alla helgina og engin alvarleg umferðarslys hafi komið inn á borð lögreglunnar. Einnig var lögreglan með eftirlit með skemmtanahaldi og með stöðum þar sem fólk kom saman. Kristján Ingi segir allt…Lesa meira