Fréttir
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson HF-200. Ljósm. hafogvatn.is

Loðna fannst á stóru svæði fyrir norðan land

Í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri á Norðurhöfum að sumarlagi, sem lauk 25. júlí síðastliðinn, fannst loðna á stóru svæði fyrir norðan land. Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var eitt skipanna í leiðangrinum sem tók 26 daga.