
Hallgrímskirkja í Saurbæ. Ljósm. mm
Síðustu sumartónleikarnir í Hallgrímskirkju á sunnudaginn
Skálholtstríóið leikur á síðustu tónleikum sumarsins í Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudaginn 10. ágúst kl. 16.00. Tríóið skipa Jón Bjarnason á orgel og píanó og trompetleikararnir Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Jóhann Stefánsson. Skálholtstríóið er eins og nafnið gefur til kynna tengt Skálholti en þar hafa þeir félagar leikið við hinar ýmsu kirkjuhátíðir og athafnir. Í seinni tíð hafa þeir haldið tónleika víða um land við mjög góðan orðstír. Á efnisskrá eru glæsileg verk eftir J.S Bach, Eugene Bozza, Karg Elert, Sigfús Einarsson, Rodriguez Solana, Will Sherwood, Þorkel Sigurbjörnsson og fleiri.