
Bíllinn fór í gær í tjónaskoðun hjá Búhag á Skarði. Ljósm. mm
Stálu heimilisbílnum og óku útaf á Draghálsi
Aðfararnótt sunnudags um nýliðna verslunarmannahelgi var heimilisbílnum á Snartarstöðum í Lundarreykjadal stolið. Bíllinn er af gerðinni Kia Sorento. Í bílnum var m.a. barnabílstóll og taska með slökkviliðsbúnaði Jóhanns bónda Þorkelssonar. Sem betur fer er ekki algengt að ökutæki upp til sveita séu tekin ófrjálsri hendi, en slíkt hefur þó gerst og ástæða til að minna fólk á að læsa bílum og húsum á nóttunni.