Fréttir

true

Lokun Akrafjallsvegar vegna malbikunarframkvæmda

Á morgun, föstudaginn 8. ágúst frá kl. 09:00 til 17:00, verður Akrafjallsvegur lokaður vegna malbikunar á milli hringtorgsins við Akranes og Innnesvegar. Kaflinn er um 850 metrar að lengd og verður veginum lokað á meðan framkvæmdum stendur. Vegagerðin bendir á hjáleið um Innnesveg og norðanverðan Akrafjallsveg.Lesa meira

true

Farin að taka upp og selja nýjar kartöflur

Kartöflurækt til sölu er ekki stunduð á mörgum bæjum á Vesturlandi. Lengst er saga kartöfluræktunar vafalaust á Hraunsmúla í Staðarsveit þar sem nú stefnir í metuppskeru, samkvæmt heimildum Skessuhorns. Í nokkur ár hafa þau Guðrún María og Jóhann bændur á Snartarstöðum í Lundarreykjadal sett niður kartöflur og selt undir merkju Jarðepla-Jóa. Þau byrjuðu í upphafi…Lesa meira

true

Heimila frestun á greiðslu gatnagerðargjalda

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum beiðni um að veita greiðslufrest á gatnagerðargjöldum bygginga í sveitarfélaginu. Samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins skal greiða 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis. Samkvæmt gjaldskránni er byggðarráði þó heimilt að veita sérstakan greiðslufrest á gatnagerðargjaldi; „þegar byggt er atvinnuhúsnæði eða húsnæði til…Lesa meira

true

Allir mjög sáttir að loknu Unglingalandsmóti UMFÍ – myndasyrpa

Unglingalandsmót UMFÍ, fjölskyldu- og forvarnarhátíð, var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Mótið tókst að sögn þátttakenda og foreldra afar vel ekki síst vegna þess að veðrið lék við gesti. Keppendur voru ríflega þúsund talsins sem er örlítil fjölgun frá síðasta ári þegar mótið var haldið í Borgarnesi. Keppt var í 21 keppnisgrein. Á kvöldin var…Lesa meira

true

Einar Margeir sáttur eftir gott heimsmeistaramót

Heimsmeistaramótinu í sundi lauk á mánudaginn. Einar Margeir Ágústsson frá Sundfélagi Akraness tók þar þátt ásamt fleiri keppendum frá Íslandi. „Einar átti virkilega góða frammistöðu í 50 metra bringusundi þar sem hann bætti sinn eigin persónulega tíma og einnig Akranesmetið. Hann synti á 27,89 sekúndum, sem er bæting frá fyrra metinu hans sem var 28,10…Lesa meira

true

Sextán mjólkurkýr drápust vegna brennisteinsvetnismengunar

Síðdegis á fimmtudag í liðinni viku var Magnús Eggertsson bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal að hræra upp í haughúsinu undir fjósinu en slíkt er gert til að hægt sé að dæla mykjunni upp og aka með hana á völlinn. Haughúsið hefur hann ætíð losað í júlí, en þó aldrei svona seint í mánuðinum. Kýrnar höfðu…Lesa meira

true

Hringveginum norðan Borgarness lokað að kvöldi fimmtudags

Hringvegur 1 verður lokaður á morgun fimmtudagskvöld 7. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 08:00 að morgni föstudagsins 8. ágúst frá hringtorginu í Borgarnesi að afleggjaranum hjá Baulu. Vegagerðin bendir á hjáleið um Borgarfjarðarbraut (50), en þá getur fólk á norðurleið beigt til austurs við sunnanverða Borgarfjarðarbrú og hægt að ná hringveginum aftur við Baulu…Lesa meira

true

Loðna fannst á stóru svæði fyrir norðan land

Í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri á Norðurhöfum að sumarlagi, sem lauk 25. júlí síðastliðinn, fannst loðna á stóru svæði fyrir norðan land. Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var eitt skipanna í leiðangrinum sem tók 26 daga. Loðna fannst á átta togstöðvum fyrir norðan landið…Lesa meira

true

Stálu heimilisbílnum og óku útaf á Draghálsi

Aðfararnótt sunnudags um nýliðna verslunarmannahelgi var heimilisbílnum á Snartarstöðum í Lundarreykjadal stolið. Bíllinn er af gerðinni Kia Sorento. Í bílnum var m.a. barnabílstóll og taska með slökkviliðsbúnaði Jóhanns bónda Þorkelssonar. Sem betur fer er ekki algengt að ökutæki upp til sveita séu tekin ófrjálsri hendi, en slíkt hefur þó gerst og ástæða til að minna…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni

Leikmenn Víkings í Ólafsvík eru komnir í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins eftir mikinn baráttusigur gegn KFA í gærkvöldi. Liðin mættust á SÚN-vellinum í Neskaupstað. Heimamenn náðu forystunni strax á 5. mínútu með marki Heiðars Snæs Ragnarssonar. Á 66. mínútu náði Kwame Quee að jafna leikinn með góðu skoti eftir undirbúning Hektors Bergmanns Garðarssonar. Á 68. mínútu…Lesa meira