Fréttir

true

Kjörstjórn gerir tillögu að fyrirkomulagi sameiningarkosninga

Sameiginleg kjörstjórn Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur lagt fram tillögur til sveitarfélaganna um framkvæmd íbúakosninga þar sem ræðst hvort sveitarfélögin Borgarbyggð og Skorradalshreppur sameinist. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna lagði til í skilabréfi sínu til sveitarstjórnanna að atkvæðagreiðsla um sameininguna yrði á tímabilinu 5.-20. september nk. Í framhaldinu var skipuð sameiginleg kjörstjórn sem nú, eins og áður…Lesa meira

true

Tónleikar í Akranesvita á morgun

Verkið ‘dwelling’ eftir Masaya Ozaki og Lilju Maríu Ásmundsdóttur verður flutt í Akranesvita á morgun, laugardaginn 16. ágúst kl. 18:00. Þau fá til liðs við sig flautuleikarann Berglindi Maríu Tómasdóttur, klarínettleikarann Bergþóru Kristbergsdóttur og víóluleikarann Þórhildi Magnúsdóttur. ‘dwelling’ er skapandi ferli í stöðugri þróun innblásið af reglulegum gönguferðum. “Grunnurinn að verkinu er byggður á gönguleiðum…Lesa meira

true

Kæra deilskipulag mælismasturs

Tuttugu landeigendur í Borgarfirði hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar um nýtt deiliskipulag á Grjóthálsi í Borgarbyggð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Krefjast þeir ógildingar þeirrar ákvörðunar sveitarstjórnar enda sé hún haldin svo verulegum annmörkum að það skuli með réttu leiða til ógildingar hennar. Forsaga málsins er sú að á fundi sveitarstjórnar 8. maí 2025 var…Lesa meira

true

Lýsa þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verndartolla ESB

Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði í gær um þær fyrirætlanir Evrópusambandsins að leggja verndartolla á kísiljárn og aðrar tengdar vörur frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Í bókun ráðsins sem samþykkt var samhljóða á fundinum segir að fyrirhugaðir verndartollar muni hafa þung áhrif á starfsemi Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og skapi óvissu varðandi uppbyggingu ýmissa iðngreina til útflutnings. „Fyrirsjáanlegt…Lesa meira

true

Grótta hafði betur gegn ÍA

ÍA og Grótta mættust í 14. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í Akraneshöllinni í gærkvöldi. Lið ÍA mætti mjög ákveðið til leiks og strax á 4. mínútu náði Elizabeth Bueckers forystunni fyrir ÍA. Það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem gestirnir svöruðu fyrir sig þegar Hulda Ösp Ágústsdóttir skoraði og jafnaði metin.…Lesa meira

true

Málþing á Nýp um Magnús Ketilsson

„Magnús Ketilsson, nýsköpun og upplýsing á 18. öld,“ nefnist málþing sem haldið verður að Nýp á Skarðsströnd í Dölum sunnudaginn 24. ágúst kl. 14:00 til 16:00. Fyrirlesarar verða Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur og Sigurbjörn Einarsson jarðvegsfræðingur. Magnús Ketilsson (1732-1803) í Búðardal á Skarðsströnd var sýslumaður Dalasýslu, frumkvöðull í ræktun, einn helsti forsvarsmaður Hrappseyjarprentsmiðju, rithöfundur og upplýsingarmaður.…Lesa meira

true

Hringveginum lokað í kvöld norðan Borgarness

Hringvegi 1 verður lokað í kvöld, fimmtudaginn 7. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 08:00 að morgni föstudagsins 8. ágúst frá hringtorginu í Borgarnesi að afleggjaranum hjá Baulu í Stafholtstungum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Borgarfjarðarbraut (50), en þá getur fólk á norðurleið beygt til austurs af hringvegi við sunnanverða Borgarfjarðarbrú og hægt að ná…Lesa meira

true

Fjölbreytt Hvanneyrarhátíð um næstu helgi

Hin árlega Hvanneyrarhátíð verður haldin um næstu helgi. Hátíðin er grasrótarverkefni íbúa á Hvanneyri og nágrennis og er dagskrá hennar að vanda fjölbreytt. Hátíðin hefst á morgun en formleg setning hennar og þungi dagskrárinnar verður á laugardaginn. Á morgun verður haldið frisbígolfmót sem hefst kl. 17 á Frisbívellinum á Hvanneyri og kl. 20:30 hefjast í…Lesa meira

true

ÍA mætir Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld

Fjórtánda umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Þá fær lið ÍA Gróttu í heimsókn og fer leikur liðanna fram í Akraneshöllinni og hefst hann kl. 19:15. Lið ÍA hefur heldur verið að rétta úr kútnum í undanförnum leikjum og situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig. Lið Gróttu er hins…Lesa meira

true

Stefnir í magurt laxveiðisumar á Vesturlandi

Laxveiðin á Vesturlandi í sumar hefur verið býsna döpur. Þegar veiðitölur í gær, 6. ágúst eru skoðaðar er algengt að sjá að veiðin er um þriðjungur af heildarveiði síðasta árs. En á því eru undantekningar til beggja átta. Í Haffjarðará hefur til að mynda gengið prýðilega, komnir eru á land 522 fiskar, en heildarveiðin í…Lesa meira