Fréttir

true

Náttúrubarnahátíð um helgina í Sævangi á Ströndum

„Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 11.-13. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri,“ segir í tilkynningu frá Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa. Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit framlengir samning um skólaakstur í þriðja sinn

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að nýta sér framlengingarákvæði í samningi um skólaakstur í sveitarfélaginu í þriðja sinn. Umræddur samningur var gerður við Skagaverk að afloknu útboði árið 2019. Í útboðinu var skólaakstrinum skipt í fimm akstursleiðir og átti Skagaverk lægsta tilboðið í allar akstursleiðirnar. Samningurinn var í upphafi til þriggja ára með möguleika á þremur…Lesa meira

true

Stór steypudagur á Garðabraut í dag

Starfsmenn Bestla byggingarfélags vinna í dag einn af stærstu steypuáföngum við byggingu fjölbýlishússins að Garðabraut 1 á Akranesi. Jafnframt er þetta síðasti stóri áfanginn við uppsteypu hússins. Að sögn Guðjóns Helga Guðmundssonar, byggingarstjóra hjá Bestlu, er í dag verið að ljúka við að steypa bílaplan við húsið sem jafnframt er þak bílakjallara þess. Alls muni…Lesa meira

true

Samþykkja auglýsingu skipulagsbreytinga vegna nýrrar hafnar og laxeldis

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum í gær með sjö samhljóða atkvæðum tillögu umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar um auglýsingu á breyttu aðalskipulagi sem leitt gæti af sér stórfellda uppbyggingu nýrrar atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Báðum þessum tillögum voru gerð ítarleg skil í fréttum Skesshorns fyrr í vikunni. Annars vegar er um að ræða breytingu á…Lesa meira

true

Launaþróun hjá sveitarfélaginu kallar á aðhald

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar 3. júlí síðastliðinn var meðal rætt um þróun stöðugilda og launakostnað hjá sveitarfélaginu milli ára. Bókað var að Stefáni Brodda Guðjónssyni sveitarstjóra yrði falið að gera tillögu að reglulegri skýrslugjöf til byggðarráðs um þróun starfsmannafjölda. Þá segir orðrétt í bókun ráðsins: „Opinberar tölur og þróun í launakostnaði hjá sveitarfélaginu endurspegla að…Lesa meira

true

Blaðaútgáfan í sumar

Í sumar verður Skessuhorn prentað og gefið út alla miðvikudaga að tveimur undanskildum. Ekki munu verða prentuð blöð miðvikudagana 30. júlí og 6. ágúst. Þá nær þorri starfsfólks sumarleyfum í tvær vikur. Fréttavefurinn Skessuhorn.is verður virkur alla daga þrátt fyrir útgáfuhlé blaðs. Auglýsendum er bent á blöðin sem verða gefin út 16. og 23. júlí.…Lesa meira

true

Eyjólfur tímabundið í starf aðstoðarrektors LbhÍ

Dr. Eyjólfur Guðmundsson hefur verið ráðinn tímabundið í starf aðstoðarrektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Mun hann m.a. sinna hlutverki deildarforseta nýrrar deildar Lífs og lands, eða þar til nýr deildarforseti hefur verið ráðinn. Eyjólfur mun taka formlega til starfa 11. ágúst en hefur þegar byrjað að kynna sér starfsemi LbhÍ. Þetta kemur fram á síðu skólans. Eyjólfur…Lesa meira

true

Fá alvarleg slys miðað við stærð ferðahelgarinnar

Að líkindum var síðasta helgi ein sú stærsta í umferðinni hér á landi. Margir landsmenn voru þá að hefja sumarleyfi og lögðu land undir fót. Um síðustu helgi voru fjölmörg mannamót. Hér á Vesturlandi voru m.a. Írskir dagar á Akranesi, Ólafsvíkurvaka og Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi. Fjölmenni sótti þessa staði. Auk þess var N1 mótið…Lesa meira

true

Björg og Ásgeir handhafar Reynisbikaranna

Árlegt innanfélagsmót Félags eldri borgara á Akranesi í pútti fór fram á Garðavelli á mánudaginn. Keppendur voru 24 og keppt var um Reynisbikarana, sem Reynir Þorsteinsson læknir og mikill golfáhugamaður gaf félaginu árið 1997. Í kvennaflokki fór Björg Loftsdóttir með sigur af hólmi á 34 höggum. Í öðru sæti varð Sigfríður Geirdal á 35 höggum…Lesa meira

true

Annir í löggæslu

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá lögreglumönnum hjá embætti Lögreglunnar á Vesturlandi undanfarna viku og má rekja hluta þeirra verkefna til fjölmennra samkoma. Um 60 ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu fyrir of hraðan akstur og að auki voru 350 ökumenn myndaðir af myndavélarbíl embættisins og eiga þeir von á sekt. Tveir ökumenn…Lesa meira