
Rætt við Magnús Benediktsson hestamann og framkvæmdastjóra FV Hápunktur sumarsins hjá hestamönnum landsins verður Fjórðungsmótið á Vesturlandi sem haldið verður í Borgarnesi dagana 2. – 6. júlí næstkomandi. Undirbúningur fyrir mótið er nú á lokametrunum undir forystu framkvæmdanefndar sem skipuð er átta fulltrúum hestamannafélaganna Glaðs, Snæfellings, Borgfirðings og Dreyra. Framkvæmdastjóri mótsins er Magnús Benediktsson sem…Lesa meira








