Fréttir
Ólafsvík. Ljósm. af

Öllum tilboðum hafnað í hafnarframkvæmdir í Ólafsvík

Hafnarstjórn Snæfellsbæjar hafnaði á dögunum öllum tilboðum í lengingu Norðurbakka hafnarinnar í Ólafsvík. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli frávikstilboðs. Í maí auglýsti Vegagerðin fyrir hönd Snæfellsbæjar útboð á verkinu sem meðal annars var gert ráð fyrir byggingu á 148 metra fyrirstöðugarða og að lengja stálþil Norðurbakka um 100 metra.

Öllum tilboðum hafnað í hafnarframkvæmdir í Ólafsvík - Skessuhorn