Fréttir

Aukafjárveiting til neyðarviðgerða í vegamálum óafgreidd hjá Alþingi

Aukafjárveiting sú að fjárhæð þrír milljarðar króna sem ætlað er til neyðarviðgerða í sumar er ennþá óafgreidd á Alþingi. Málið hefur ekki komist á dagskrá þingsins. Innviðaráðherra kennir málþófi stjórnarandstöðunnar um. Líkt og  kom fram í frétt á vef Skessuhorns í síðustu viku bíða vegagerðarmenn í ofvæni eftir að boðuð aukafjárveiting sem innviðaráðherra Eyjólfur Ármannsson hefur kynnt berist þeim þannig að framkvæmdir geti hafist. Í umræddri frétt á Skessuhorn.is kom fram að Alþingi hefði þegar afgreitt fjáraukalög þar sem þessi fjárheimild er veitt, en það er ekki rétt. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Það rétta í málinu er að frumvarp til fjáraukalaga III var afgreitt frá fjárlaganefnd til annarrar umræðu 18. júní en hefur ekki komist á dagskrá Alþingis síðan.

Aukafjárveiting til neyðarviðgerða í vegamálum óafgreidd hjá Alþingi - Skessuhorn