Fréttir

Stórhækkun eftirlitsgjalda í matvælaframleiðslu

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) lýsa yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun atvinnuvegaráðherra að samþykkja hækkun á gjaldskrá Matvælastofnunar (MAST) fyrir opinbert eftirlit um 30%. „Hækkunin nú kemur til viðbótar við umfangsmiklar gjaldskrárbreytingar sem tóku gildi síðasta sumar og leiddu þegar í stað til verulegs kostnaðarauka fyrir matvælaframleiðendur. Á aðeins 14 mánuðum hefur eftirlitsgjald í sláturhúsum meira en tvöfaldast, eða 109% hækkun, og gjald fyrir önnur verkefni hækkað um 47%. Leggst hækkunin misþungt á eftirlitsþega,“ segir í tilkynningu frá SAFL.

Stórhækkun eftirlitsgjalda í matvælaframleiðslu - Skessuhorn