Fréttir
Horft til austurs yfir væntanlega byggingu. Athygli er vakin á því að húsið er sex metrum nær Kirkjubrautinni en sýnt er á þessari mynd.

Byggingarframkvæmdir að hefjast á Kirkjubraut 39

Framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út vegna byggingar stórhýsis við Kirkjubraut 39 á Akranesi og er reiknað með að framkvæmdir hefjist á lóðinni síðar í vikunni. Húsið sem þarna rís verður það fyrsta í nýrri götumynd Kirkjubrautar en samkvæmt aðalskipulagi verður akreinum götunnar fækkað.