Fréttir

true

Rekstur Akraneskaupstaðar í jafnvægi en skuldir að aukast

Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir 2024 var samþykktur af bæjarstjórn í gær og vísað til síðari umræðu sem fram fer 13. maí. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs, bæði A og B hluta með fjármagnsliðum og óreglulegum liðum, var jákvæð um 4,5 milljón króna eða nánast á pari við áætlun. Óreglulegir liðir til tekna voru m.a. arðgreiðslur frá hlutdeildarfélögunum Orkuveitu Reykjavíkur…Lesa meira

true

Sjö fengu styrk úr menningarsjóði

Á fundi menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar 16. apríl sl. kom fram að alls bárust níu umsóknir í Menningarsjóð sveitarfélagsins og ákvað nefndin að styrkja alls sjö verkefni. Þau voru eftirfarandi: Sumartónleikar Hallgrímskirkju, kr. 325.000., Hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðar, kr. 175.000., Tónleikar í sundlauginni að Hlöðum, kr. 125.000., Útgáfa barnabókar eftir Brynhildi Stefánsdóttur, kr. 100.000, Menningardagskrá Hallgrímshátíðar,…Lesa meira

true

Ný hleðslustöð fyrir bíla í Djúpadal

Fyrir skömmu voru settar upp hleðslustöðvar fyrir bíla í Djúpadal á Vestfjörðum. Það er annars vegar 22 kW stöð og hins vegar 30 kW hraðhleðsla. Það er fyrirtækið Íslensk Bílorka sem setur upp þessar hleðslustöðvar. Fram kemur á vef Reykhólahrepps að með þessum stöðvum eru komnar þrjár hleðslustöðvar í Reykhólahreppi en auk stöðvarinnar í Djúpadal…Lesa meira

true

Ný kvæðabók frá Gunnari J. Straumland

Út er komin hjá bókaútgáfunni Sæmundi ný bók eftir Gunnar J. Straumland í Hvalfjarðarsveit. Áður hafa komið út eftir hann bækurnar Höfuðstafur, háttbundin kvæði, árið 2019 og Kurteisissonnettan og önnur kvæði árið 2023. Einnig birtist rímnaflokkur hans, Rímur af kvíaflóttanum mikla, í bókinni Samtímarímur sem út kom í byrjun þessa árs. Í tilkynningu segir að…Lesa meira

true

Björgunarbátar Landsbjargar komu tveimur bátum til aðstoðar í dag

Um klukkan 9:30 í morgun voru áhafnir björgunarskipanna Bjargar í Rifi og Jóns Gunnlaugssonar á Akranesi kallaðar út vegna fiskibáts sem misst hafði vélarafl suður af Snæfellsnesi, skammt vestur af Landbrotavík. Tveir voru um borð en engin hætta þeim búin en skipverjar höfðu varpað út ankeri. Varðskipið Freyja var statt skammt utan Hafnarfjarðar og var…Lesa meira

true

Gamla íbúðarhúsið í Eskiholti illa farið eftir bruna

Á fjórða tímanum í dag var Slökkvilið Borgarbyggðar kallað út vegna elds í gamla íbúðarhúsinu í Eskiholti 1 í Borgarhreppi. Um þrjátíu manns frá slökkviliðinu börðust við eldinn í tæpar tvær klukkustundir. Húsið er ríflega áttatíu ára gamalt, byggt lýðveldisárið 1944, tveggja hæða og ris. Upptök eldsins má rekja til að unnið var við gluggaskipti…Lesa meira

true

Jörvagleði hefst í Dölum á morgun

Hátíðarhöld verða víða í Dölunum á næstu dögum en formleg setning Jörvagleði verður á sumardaginn fyrsta í Dalíu í Búðardal. Á morgun, síðasta vetrardag, verða hins vegar allskyns viðburðir og náði blaðamaður að ræða stuttlega við Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur verkefnastjóra hátíðarinnar. „Menningarnefnd Dalabyggðar kemur að skipulagningu hátíðarinnar ásamt verkefnastjóra. Skipulagið hefur gengið mjög vel og…Lesa meira

true

Eldur í gamla íbúðarhúsinu í Eskiholti

Slökkvilið Borgarbyggðar berst þessa stundina við eld í þaki á gömlu íbúðarhúsi í Eskiholti 1 í Borgarhreppi. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en unnið var að viðgerðum á húsinu. Eldurinn virðist hafa læst sig í gamla og erfiða einangrun sem gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Gert er ráð fyrir að slökkvistarf taki einhvern tíma…Lesa meira

true

Tóku hressilega til hendinni við strandlengju Innstavogs

Frá því snemma í mars hafa nokkrir einstaklingar tekið höndum saman og hreinsað um fimm kílómetra strandlengju frá Innstavogi og að Blautósi við Æðarodda á Akranesi. Fremstir í flokki hafa verið þeir Magnús B. Karlsson og Eysteinn Gústafsson. Fóru þeir daglega og stundum tvisvar á dag á um fimm vikna tímabili til að hreinsa upp…Lesa meira

true

Kári tapaði í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir vító

Kári og Víðir mættust í undanúrslitum í B deild Lengjubikars karla í gær og var leikurinn spilaður í Akraneshöllinni. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn bauð upp á meiri tilþrif. Matthías Daði Gunnarsson kom Kára yfir á 51. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Víðis og lagði boltann laglega í…Lesa meira