
Ný kvæðabók frá Gunnari J. Straumland
Út er komin hjá bókaútgáfunni Sæmundi ný bók eftir Gunnar J. Straumland í Hvalfjarðarsveit. Áður hafa komið út eftir hann bækurnar Höfuðstafur, háttbundin kvæði, árið 2019 og Kurteisissonnettan og önnur kvæði árið 2023. Einnig birtist rímnaflokkur hans, Rímur af kvíaflóttanum mikla, í bókinni Samtímarímur sem út kom í byrjun þessa árs.