Fréttir
Mæðgurnar Petronella Kristjánsdóttir og Emilía Ingibjörg Valmundsdóttir við yfirfullan ruslagám sem bíður losunar við Innstavog. Ljósm. mm

Tóku hressilega til hendinni við strandlengju Innstavogs

Frá því snemma í mars hafa nokkrir einstaklingar tekið höndum saman og hreinsað um fimm kílómetra strandlengju frá Innstavogi og að Blautósi við Æðarodda á Akranesi. Fremstir í flokki hafa verið þeir Magnús B. Karlsson og Eysteinn Gústafsson. Fóru þeir daglega og stundum tvisvar á dag á um fimm vikna tímabili til að hreinsa upp drasl sem ýmist hefur fokið þangað, skolað á land eða verið komið þar fyrir. Nú um páskana barst þeim síðan liðsauki þar sem Petrónella Kristjánsdóttir, Björgunarfélag Akraness og fleiri lögðu hönd á plóg við hreinsunarstarfið. Nú hefur verið safnað í tvo gáma sem bíða losunar.