Fréttir
Slökkviliðið að störfum. Ljósm. mm

Eldur í gamla íbúðarhúsinu í Eskiholti

Slökkvilið Borgarbyggðar berst þessa stundina við eld í þaki á gömlu íbúðarhúsi í Eskiholti 1 í Borgarhreppi. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en unnið var að viðgerðum á húsinu. Eldurinn virðist hafa læst sig í gamla og erfiða einangrun sem gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Gert er ráð fyrir að slökkvistarf taki einhvern tíma en veður er gott á staðnum, hægur vindur og blíða.

Eldur í gamla íbúðarhúsinu í Eskiholti - Skessuhorn