Fréttir

true

Allir fangar eiga rétt á opnu fangelsi

Allir fangar eiga rétt á því að taka út refsingu sína í opnum fangelsum og geta óskað eftir því. Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur þingmanns Miðflokksins. Nanna Margrét óskaði svara við því haða reglur gildi um möguleika þeirra fanga sem fengið hafa þyngstu dómana…Lesa meira

true

Breiðablik lagði Snæfell í miklum baráttuleik

Lið Snæfells og Breiðabliks áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í miklum baráttuleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Lið Breiðabliks hefur verið við topp deildarinnar undanfarið en lið Snæfells í neðri hlutanum. Fyrirfram voru því líkurnar á sigri Breiðabliksmegin. En líkur duga lítt er á reynir eins og sannaðist í Hólminum. Fyrri hluti leiksins…Lesa meira

true

Fyrsti leikurinn í milliriðli á EM spilaður í dag

Landslið karla í handbolta spilar í dag sinn fyrsta leik í milliriðli II á EM þegar það mætir Króatíu. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendinu í Ríkissjónvarpinu. Annar leikur í milliriðli verður á sunnudaginn klukkan 17 þegar spilað verður við fyrnasterkt lið Svíþjóðar. Þriðji leikurinn er svo á dagskrá á þriðjudaginn…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu á Álftanesi

Lið ÍA í Bónus deild karla í körfuknattleik hélt á Álftanes í gærkvöldi þar sem það mætti heimamönnum í Kaldalónshöllinni. Skagamenn hófu leikinn af krafti og höfðu frumkvæðið nánast allan fyrsta leikhlutann. Höfðu þegar best lét 13 stiga forystu en í lok leikhlutans var staðan Skagamönnum í vil 22-28. Leikmenn Álftaness snéru taflinu við í…Lesa meira

true

Kvenfélagið Fjóla gefur til búnaðarkaupa í íþróttahúsið

Fulltrúar frá Kvenfélaginu Fjólu í Suðurdölum komu færandi hendi síðastliðinn fimmtudag og afhentu Bjarka Þorsteinssyni sveitarstjóra Dalabyggðar og Ísaki Sigfússyni lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins höfðinglegan styrk frá félaginu. Peningagjöf þessi er til kaupa á búnaði í nýju íþróttamannvirkin í Búðardal. „Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging Íþróttamiðstöðvarinnar nýtur í samfélaginu hér í Dölum eins…Lesa meira

true

Kristín Eir valin í landsliðshóp U21 í hestaíþróttum

Sigvaldi Lárus Guðmundsson landsliðsþjálfari U21 landsliðs Íslands í hestaíþróttum hefur valið 19 manna landsliðshóp sinn fyrir næsta starfsár. Verkefni hópsins er m.a. Norðurlandamót í Svíþjóð í ágúst. Þar gefst ungum landsliðknöpum tækifæri til að ná sér í gríðarlega mikilvæga reynslu á alþjóðlegu móti, en svo verður markið sett á Heimsmeistaramót 2027 sem verður haldið í…Lesa meira

true

Tvær munu berjast um formennsku í Framsókn

Talsverð tíðindu bárust úr herbúðum Framsóknarflokksins í gærkvöldi. Þá lýsti Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ og fv. ráðherra, því yfir að hann muni ekki sækjast eftir formennsku í flokknum. Skorað hafði verið á hann til að taka slaginn. Jafnframt lýsti Willum Þór yfir stuðningi við framboð Lilju Daggar Alfreðsdóttur, varaformanns flokksins, í embættið. Í sömu…Lesa meira

true

Fagleg þrif er alhliða hreingerningafyrirtæki á Akranesi

Fyrirtækið Fagleg þrif hefur verið starfrækt á Akranesi frá 2021. Í lítilli frétt í Skessuhorni í október það ár var sagt frá því þegar Oskar Dobrzyski var nýbúinn að stofna fyrirtækið og var að þvo gluggana á ritstjórnarskrifstofu Skessuhorn. Eftir að fréttin birtist á miðlum Skessuhorns tók verkefnum mjög að fjölga, að hans sögn. Í…Lesa meira

true

Stjörnuleikar á sunnudaginn

Stjörnuleikar verkefnisins „Allir með“ verða haldnir í íþróttahúsinu á Vesturgötu í samstarfi við ÍA næstkomandi sunnudag, klukkan 11:00–13:00. Viðburðurinn er ætlaður börnum og ungmennum allt að 18 ára aldri sem hafa sérþarfir, sem og þeim sem ekki hafa fundið sig innan hefðbundins íþróttastarfs. „Lögð er áhersla á jákvætt, öruggt og styðjandi umhverfi þar sem allir…Lesa meira

true

Atvinnuleysi nú í sögulegu ljósi

Í framhaldi af frétt Skessuhorns í síðustu viku um aukið atvinnuleysi á Vesturlandi, ekki síst í Borgarbyggð og á Akranesi, er ekki úr vegi að skoða atvinnuleysistölur í sögulegu samhengi. Vinnumálastofnun birtir tölur mánaðarlega fyrir Vesturland í heild og einnig fyrir stærstu sveitarfélögin tvö; Akranes og Borgarbyggð. Eins og fram kom í áðurnefndri frétt jókst…Lesa meira