Skagamenn töpuðu á Álftanesi

Lið ÍA í Bónus deild karla í körfuknattleik hélt á Álftanes í gærkvöldi þar sem það mætti heimamönnum í Kaldalónshöllinni. Skagamenn hófu leikinn af krafti og höfðu frumkvæðið nánast allan fyrsta leikhlutann. Höfðu þegar best lét 13 stiga forystu en í lok leikhlutans var staðan Skagamönnum í vil 22-28. Leikmenn Álftaness snéru taflinu við í öðrum leikhluta náðu fljótt yfirhöndinni og staðan í hálfleik var 41-40. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta og Álftanes hélt forystunni 68-65. Mikil barátta var í lokahluta leiksins þar sem liðin skiptust á forystunni en á lokasprettinum tryggði Álftanes sér sigur 89-83.