
Erna og Guðlaug frá kvenfélaginu Fjólu afhentu þeim Bjarka og Ísak gjöfina. Ljósm. dalir.is
Kvenfélagið Fjóla gefur til búnaðarkaupa í íþróttahúsið
Fulltrúar frá Kvenfélaginu Fjólu í Suðurdölum komu færandi hendi síðastliðinn fimmtudag og afhentu Bjarka Þorsteinssyni sveitarstjóra Dalabyggðar og Ísaki Sigfússyni lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins höfðinglegan styrk frá félaginu. Peningagjöf þessi er til kaupa á búnaði í nýju íþróttamannvirkin í Búðardal.