Atvinnuleysi nú í sögulegu ljósi

Í framhaldi af frétt Skessuhorns í síðustu viku um aukið atvinnuleysi á Vesturlandi, ekki síst í Borgarbyggð og á Akranesi, er ekki úr vegi að skoða atvinnuleysistölur í sögulegu samhengi. Vinnumálastofnun birtir tölur mánaðarlega fyrir Vesturland í heild og einnig fyrir stærstu sveitarfélögin tvö; Akranes og Borgarbyggð. Eins og fram kom í áðurnefndri frétt jókst atvinnuleysi á Vesturlandi úr 3,3% í lok nóvember í 3,6% í lok desember. Á sama tíma jókst atvinnuleysi á landinu öllu úr 4,3% í 4,4%.