Fyrsti leikurinn í milliriðli á EM spilaður í dag

Landslið karla í handbolta spilar í dag sinn fyrsta leik í milliriðli II á EM þegar það mætir Króatíu. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendinu í Ríkissjónvarpinu. Annar leikur í milliriðli verður á sunnudaginn klukkan 17 þegar spilað verður við fyrnasterkt lið Svíþjóðar. Þriðji leikurinn er svo á dagskrá á þriðjudaginn klukkan 14:30 gegn Sviss og lokaleikurinn í riðlinum verður á miðvikudag kl. 14:30 gegn Slóvaníu.