Kristín Eir Hauksdóttir Holaker. Ljósm. rh

Kristín Eir valin í landsliðshóp U21 í hestaíþróttum

Sigvaldi Lárus Guðmundsson landsliðsþjálfari U21 landsliðs Íslands í hestaíþróttum hefur valið 19 manna landsliðshóp sinn fyrir næsta starfsár. Verkefni hópsins er m.a. Norðurlandamót í Svíþjóð í ágúst. Þar gefst ungum landsliðknöpum tækifæri til að ná sér í gríðarlega mikilvæga reynslu á alþjóðlegu móti, en svo verður markið sett á Heimsmeistaramót 2027 sem verður haldið í Rieden í Þýskalandi. U21-landsliðshópurinn er skipaður knöpum sem verða á árinu 17-21 árs, yngstu knapar hópsins eru því á síðasta ári í unglingaflokki en aðrir knapar í ungmennaflokki.